Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 48

Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 48
Skálholti og bjó að góðum gripum. Klængur var málafylgjumaður mikill og mátti sá aðilinn jafnan betur, er hann fylgdi. En þrátt fyrir alian höfðingsskap og veraldarvafstur, segir þó Hungurvaka að hann væri meinlátsamari í mörgu lagi en aðrir biskupar höfðu verið. Það hljómar fremur ótrúlega í eyrum, en er þó vafalaust rétt. Má vera, að hér sé átt við síðustu ár Klængs, er hann átti við vanheilsu að stríða, eða þá að hann hefur verið að einhverju leyti gripinn af hinni ströngu vandlætingarstefnu, (enda lærisveinn Jóns Ögmundssonar), sem um þetta leyti er að breiðast út innan kirkjunnar, þótt í aðra röndina væri hann mikill veraldarmaður. í tíð Klængs andaðist Björn Gilsson á Hólum. Var þá kjörinn Brandur Sæmundsson (1163-1201). Hann er fyrsti íslenzki bisk- upinn, sem er vígður í Noregi og vígði hann Eysteinn erkibiskup. Hungurvaka segir, að þá Klæng biskup tók að mæða bæði elli og vanheila, sendi hann utan bréf sín til Eysteins erkibiskups í Niðarósi, og bað hann leyfis ,,at hann skyldi ná af hendi at selja lands-fjölskyldir biskupsdóms síns, og að taka annan til biskups í staðinn, eftir dæmum Gissurar biskups“. Bréf þetta til erki- biskups sendir Klængur sennilega utan sumarið 1172, því að 1173 má ætla, að honum berist bréf það frá Eysteini, sem heimilar Klængi að láta kjósa sér eftirmann, eins og Jón Sigurðsson álítur, (Dipl. Isl. I 218-223) sakir þess að 1174 kýs Klængur á þingi Þorlák Þórhallsson til utanferðar. Bréf þetta er mjög fegrað í Hungurvöku, því að það er í rauninni hið versta hirtingarbréf. Eysteinn erkibiskup vill þó ekki birta fyrir alþýðu nöfn þeirra manna, er sekir eru að þeim spjöllum, er hann telur upp, en þau eru helzt að hafa barið, sært og drepið kennimenn, að hafa konur sínar látið og tekið hórkonur undir þær eða þá að hafa hvárar tveggju á sínum heimilum og að lifa svo ógæsku lífi, er alla menn dragi til synda. Eysteinn fyrirbýður kennimönnum, er menn hafa drepið, alla guðþjónustugjörð. Enn fremur bannar hann kenni- mönnum að taka að sér sóknarmál, sem oft geti leitt til ófriðar, nema örvösum frændum sínum, föðurlausum börnum og verndar- lausum konum. Þá segir Eysteinn, að hver sá, er misþyrmi kenni- manni, sé í guðs og páfans banni og megi hvergi lausn taka utn dráp nema hjá páfa, en hjá erkibiskupi fyrir minni afbrot, s.s. 46 Goðastemn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.