Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 28

Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 28
nema fjaðrapenna og lítilsháttar byrjað að draga til stafs með þcim. Svo sýndi hann mér að reikna, fyrst að skrifa tölustafina, og það gekk allvel. En í sjálfum reikningnum skildi ég ekkert, og það alla vikuna út, og olli það því, að ég var með hugann upptekinn af bókum Halls, enda skauzt ég til að lesa í þeim, þegar ég gat. Næst byrjaði prestur að segja mér til í dönsku, tók lestrarkver eftir Sveinbjörn Hallgrímsson á dönsku og íslcnzku, önnur blaðsíðan á dönsku en hin á íslenzku. Hann las fyrir mér á dönsku til að kynna mér framburðinn og þýddi svo á íslenzku, yfirgaf mig svo og setti mér fyrir, að skila sér á hverjum degi blaðsíðu, átti að lesa hana fyrst á dönsku í hljóði og svo að ís- lenzka hana. Nú var ég í vandræðum. Ég fann, að ég mundi geta lesið blaðsíðuna á dönskum framburði þegar prestur kæmi, nokkurnveginn einsog ég heyrði hann lcsa, því það kostaði aðeins minni, en að íslenzka hana var erfiðara, íslenzka blaðsíðan blasti við mér á sömu opnu og sú danska, enginn lás á milli. Mig greip sú freisting, að læra þá íslenzku utanað, og það veitti mér létt, og svo þegar presturinn kom, las ég honum fyrst á dönsku og þýddi svo á íslenzku, einsog kallað var, - kunni blaðsíðuna reiprennandi. Prest grunaði ekkert, lauk lofsorði á mig, þegar ég fór heim, hvað vel mér hefði gengið með dönskuna. Ég hefi stundum á ævinni hlegið að þessu með sjálfum mér, og hefi þá reynt að réttlæta sjálfan mig með því, að hugsa sem svo, að það hefði ekki verið von, að ég, sem þá var barn að aldri, skildi hvað það þýddi, að vera sjálfum sér trúr þegar maður var að læra, og óhyggilegt af kennaranum, að leggja þetta agn fyrir mig, þó ekki gengi honum misjafnt til. Síra Jakob hafði fagra söngrödd og tónaði vel fyrir altari. Fermingarræður hans voru góðar, og vel mátti heyra af fram- burði hans, að af einlægni og alvöru hjartans var talað. Síra Jakob bjó eitt ár á Hjaltastað, áður en hann kvæntist, á móti síra Jóni Guðmundssyni. Ég man, hversu mikið hann virti hinn hciðraða öldung, síra Jón, sem flutti þá í burtu vorið 1857, til Þorkels Sigurðssonar í Njarðartúni, sem vanalega var kallað að Stekk. Það var kotbýli skammt frá heimajörðinni í Njarðvík. Eftir fárra ára dvöl þar flutti hann að Ánastöðum í Hjaltastaða- 26 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.