Goðasteinn - 01.06.1974, Side 12

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 12
sjó að segja, að hann væri að beygja gjörð á koppinn, er hann sldlaði matnum út fyrir borðstokkinn. Þetta nefndist líka að gifta sig Ægisdætrum. Það nefndist að brœða sjóinn, er menn stóðu lengi í sandi og biðu eftir því að komast á flot. Venjulega voru skip sett á hlunnum að sjó og frá sjó. Ekki voru þcir stærri en það, að börn gátu hlaupið með þá í fanginu, er þau voru að hjálpa til við setning skipanna. Búta úr hval- rifjum var algengt að nota sem hlunna, og rann skipið vel á þeim. Þeir voru að styðja framundir í Landeyjasandi. Formaður var á sínum stað og hafðist ekki að en horfði vökulum augum yfir landölduna, þar sem hún lyftist og hneig. Þá heyrist rödd bita- manns: „Ætli við róum ekki í Jcsú nafni.“ „Hreint frá að róa í Jesú nafni," ansar formaður snöggt og gefur hásetum sínum skipun um að setja upp skipið. Er ckki að orðlengja það, að þegar þcir eru búnir að setja upp skipið og ganga frá því, er komið jafnjaðra brim. Svo fljótt getur skipt um við opið haf. Enn lítur formaður yfir öldufaldana og segir það, sem er í minnum haft: „Hvar værum við nú, ef við hefðum róið í Jesú nafni? Steindauðir eða komnir til Dranga.“ Menn, sem lögðu frá ófærri landtöku, áttu þriggja kosta völ, að halda til Vestmanna- cyja, til Þrídranga eða Þorlákshafnar, og var enginn kosturinn góður. I byrjun vcrtíðar voru skipin færð í sand. Það hét að draga fram. 1 vertíðarlok voru skipin flutt heim að bæ. Það hét að draga upp. Þá gerðu mcnn sér glaðan dag. Sí Sí er þcttiefni í bátabyrðinga. Efnið í það er ullarkemba (eða tog), sem lyppuð var niður í lopa, bleytt vel í tjöru og lögð á milli borðanna, þegar byrt var. Mat.a Smjör og kæfa (eða smálki) í skrínu útróðrarmanna nefndist einu nafni mata. Ef útróðramaðurinn varð uppiskroppa með feitmetið, 10 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.