Goðasteinn - 01.06.1974, Page 21
ckki að láta mikið í pottinn þar, það er ekki í marga koppana
að klína.“
,,Ekki máttu klippa í þig matinn, þá hættir þú að stækka."
Þessi varúð var oft á orði höfð við börn.
Ef þú klippir af þér líkhár, missir þú ættingja.
Hvítir blettir, sem koma á neglur manna, heita ástablettir eða
‘istaneistar. Ungt og draumlynt fólk horfir á þessa bletti með vel-
þóknun og metur stærð þeirra og fjölda.
Fénögl er hvít rönd við naglsrótina. Ef hún er breið, bendir
hún til auðsældar.
Langar þig að vita, hvort þú ert fæddur á nótt eða degi? Ef
svo er, þá lokaðu snöggvast augunum og spenntu greipar. Ef
þumalfingur hægri handar liggur ofan á þumalfingri vinstri hand-
at, ert þú fæddur á degi og átt hægri hönd, ella á nóttu. Er þá
fólgið í því, að hægri hönd og hægri hlið sé þér hollari. Þess
vegna ferð þú fyrst í skó á hægri fót og með vettling á hægri
hönd, þegar þú ferð út til vinnu, ef þú vilt, að allt gangi vel.
Hægri augabrún er jafnan nefnd betri brún. Hægri fót skal rétta
fyrst úr rúmi, cf standa skal í stórræðum. Klæi þig í hægri auga-
brún, hlýtur þú happ, en klæi þig í hægri lófann, færðu gjöf.
Öðru máli gegnir með augað, ef þig klæjar í það, muntu gráta,
en þó þekkjast gleðitár.
Svo er það munnurinn, sem hér er talinn tilheyra báðum hlið-
um jafnt. Ef þig klæjar í munninn, færðu koss, en hafðu þó ekki
hátt um kláðann, ef einhver prakkari er nálægt, því heyri hann
þig segja: „Mig klæjar í munninn,“ er hann vís til að bæta við:
,,Það kyssir þig einhver klunninn.“ og rætist það.
Þegar þráðurinn er soginn fram úr rokkpípunni, heitir það að
kyssa gestinn.
Ef þú færð mikinn hiksta, cr talað illa um þig. Ef þér svelgist
á kaffinu, kernur gestur í það.
Hnerri húsfreyja yfir matarpotti, hnerrar hún mat meiri. Hnerri
elsta manns boðar gest í matinn. Miðlungur mann frá borði og
barnið blessun í bæinn.
Sæki þig svefn á daginn, er það aðsókn gests.
Ef þumalfingur er fattur, heitir hann saumakonufingur.
Goðasteinn
19