Goðasteinn - 01.06.1974, Page 28

Goðasteinn - 01.06.1974, Page 28
jnn jónsson jrá Kársstöðum: örnefni í Landbroti Syngjandi Austan við túnið á Kársstöðum er fremur lítið stöðuvatn, sem ber nafn.ið Syngjandi. Þetta virð'st nokkuð torskilið heiti stöðu- vatns, hafi þarna á annað borð verið stöðuvatn frá því byggð hófst. Hafi þar hins vegar verið fossandi lækur, er nafnið auð- skilið. Skal nú að því vikið nokkrum orðum, hvort líklegt sé, að svo hafi verið. Byggðin í Landbroti stcn^ur á Eldgjárhraunhiu mikla, sem rann fyrir um það b.il 6000 árum. I þann tíð voru á þessum slóðum sandar, líklega að verulegu leyti grónir á köflum hið neðra og myndaðir af framburði Skaftár. Þegar hraunflóðið loks nam staðar vestan við þann stað, sem Landbrotsvötn renna nú um, hcfur hraunbrúnin vfirleitt naumast verið minna en 25-30 m há. Þegar Skaftá aftur náði framrás eftir gosið og tók að bera í hraun- ið sand og leir, hefur vafalaust fjöldi lækja fallið út úr hraun- inu og myndað þar smáfossa. Nokkrir slíkir lækir eru raunar enn til í Landbroti. Þætti mér ckki ólíklegt, að einn slíkur hafi verið þar nærri, sem nú er Syngjandþ 0g hafi svo verið langt fram eftir öldum og eftir að byggð hófst á Kársstöðum. Mætti jafnvel benda á líklegan stað, þar sem lækur hafi verið, en ekki skal um það fullyrt. Nafnið Syngjandi um lækinn hcfur haldist og færst yfir á stöðuvatnið, eftir að lindarsöngurinn var þagnaður. Breyting lands le.iddi af því, að hluti af Skaftá tók að renna 26 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.