Goðasteinn - 01.06.1974, Side 36

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 36
Við þér blasa grundir grænar, glaðleg bændalönd, hægar slægjur, hjarðir vænar, hrufótt klettabönd. Fram þar ganga grænir hjallar, gefa býlum skjól. Sveitinni v;ð hæfi hallar hæstri móti sól. Hver mun búa á bænum þarna, blankar glugga á, eins og björt þar bliki stjarna bláum himni frá? Skáldið stendur öllum ofar, andans leiftrin sterk. Merku verkin manninn lofa, mann og skáld og klerk.1) Hefur lengi raðað ráðum rétt og skarplega, stýrt með þekking, stýrt með dáðum stund - og andlega tendrað ljósið trúar>nnar, tengt bönd kærleikans, höfuðkempa sveitar sinnar, sómi þessa lands. Sótt er kirkja sunnudaga, sem að messa ber. Rætt er svo um hey og haga og hvað sem fyrir er. 1) Sr. Valdimar Briem. 34 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.