Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 38
Sigurður Björnsson, Kvískerjurn:
„ ... en ek mun rista á kefli "
Talið er, að áður en kristni var lögtekin á íslandi, hafi arfsagnir
aðeins stuðst við munnmæli, því um ritað mál haf* ekki verið að
ræða hér á landi á þeim tíma. Vitað er þó, að þegar á landnáms-
öld, höfðu menn letur, sem þeir gátu notað til að rista setningar
á verkfæri, eins og rekan í Þjóðminjasafni ber vott um.
Mér hefur lengi verið það ráðgáta, hvernig hægt er að vera
viss um, að enginn fróðleikur hafi verið geymdur með því að
rista hann á kefli (eða fjalir). Að vísu var rúnaletrið ekki jafn
fullkomið og latínuletrið, en það var hebreska letrið ekki heldur,
og var það þó notað til ritunar. Raunar hefur rúnaletrið ekki
verið vel fallið til að rita á bækur, en það var sérlega hentugt
til að dsta í tré, og mun annað letur vart hafa hentað betur til
þess. Það er að vísu rétt að þess sér ekki mcrki í elstu rituðum
heimildum, að þar sé stuðst við rúnaristur, nema hvað orð Ara
fróða, ,,at lög ór skyldi skrifa á bók,“ gætu bent til að lögin hefðu
að einhverju leyti verið skráð áður, en þá ekki á bók. Ari fróði
orðar raunar jafnan svo það, sem hann hefur eft'r heimildar-
mönnum sínum, að „þat sagði . . og sumt verður ekki efast
um að þeir hafa sagt eftir minni, en þar með er ekki sagt, að
víst sé að a.m.k. sumir þeirra hafi ekki getað stuðst við skráðar
heimildir, enda virðist stundum vera átt við upplestur þegar talað
er um frásögn í fornritum vorum. Má t.d. nefna, þegar Sturla
Þórðarson sagdi Huldarsögu (Sturl. III bls. 378), og drottning
„bað hann koma til sín og hafa með sér tröllkonusöguna." Virðist
36
Goðasteimi