Goðasteinn - 01.06.1974, Side 46

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 46
Kolbeinn á Horni Fyrr á öldum reru Skagfirdingar frá Hornhöfn í Nesjum i Horna- firði. Þar var mikið útræði í þann tíð og lengi síðan, enda gott var í Hafnarvíkinni vestan undir Hafnartanganum. Örnefni og rústir minna cnn á útræðið. Fiskasteinar og Sjófiskasteinn eru þarna upp frá mölinni, óbreyttir frá fyrri tíð, en rústirnar létu mjög á sjá, er setuliðið enska reisti herbúðir sínar í þeim á síðari heimsstyrjaldarárunum. Norðlendingarnir komu fyrir austan Vatnajökul, niður Víðidal. 1 sögnum er, að svo hafi staðið í gömlum máldaga, að Horn ætti hagbeit fyrir 60 hross norður í Skagafirði fyrir útræðið í Nausta- vík, en svo hét þá Hornshöfn. Á þeim dögum var kirkja á Horni, og var öll fjaran frá Stokksnesi austur t>l Hafnartangans kirkju- fjara, og rekamarkið þá og síðan kirkjulykillinn. í slóð vermannanna kom Kolbeinn manndrápari norðan úr Skagafirði en lenti fyrst á Hvalnesi í staðinn fyrir á Horni. Þar fann hann sér ból í helli, sem síðan heitir Kolbeinshelhr. Brátt frétti Kolbeinn til skagfirsku vcrmannanna og leitaði þangað. Hann settist þar einnig að í helli. Nefnist hann Kolbeinshellir og er ásamt Kolbeinsurð upp af Hornshöfninni. Þarna gerði Kolbeinn sig heimakominn, og gerðust engir til að bekkjast við hann, enda vel varinn. Gekk hann jafnan við atgeir mikinn og skildi hann aldrei við sig. Kolbeinn reri frá Hornshöfn og kaus sér það skip, er hann sjálfur vildi, og bestu fiskana úr hverjum róðri. Þar fyrir utan 44 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.