Goðasteinn - 01.06.1974, Page 47

Goðasteinn - 01.06.1974, Page 47
tók hann að vild sel og fisk, sem rak á land frá Stokksnesi austur í Hornshöfn. Um vetur gætti hann sauða Hornbónda og tók að launum vænsta sauð úr rétt að hausti. Til kirkju sótti hann að Horni og sat á kirkjuþröskuldi meðan messan var flutt og hafði atgeírinn hjá sér. Þar kom að Kolbein brast gát. Skildi hann atgeirinn eftir uppi í nausti og fékk sér skiprúm að venju. Sjómenn gættu þess, að hann kæmist ekki í land eftir vopninu og unnu með því á honum i vörinni, er í land kom. Á banastund mælti Kolbeinn: ,,Ég sé, að dagar mínir eru taldir, en ég bið ykkur að koma mér í vígða mold.“ Þeir hétu því, en sviku þegar. Tóku þeir líkið, fluttu vestur í Landmiðsker á Hornfjörum og grófu þar. Nóttina eftir sótti Kolbeinn svo freklega að vermönnum, að enginn festi væran blund. Að morgni fóru þeir til, grófu líkið upp og fluttu það upp á Dys fyrir neðan Almannaskarð og grófu þar. Ekki dugði það, aðsókn varð jafn frekleg eða verri næstu nótt. Grófu vermenn þá lík Kolbeins upp annað sinn og fluttu til Bjarnaneskirkju. Þar grófu þeir Kolbein hálfan út úr garði og hálfan inn í garð. Við það undi Kolbeinn. Ummerki grafar hans sáust lengi í gamla kirkjugarðinum í Bjarnanesi. Sögn Sigurjóns Sigurðssonar, Horni, 1974. Sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar, II, bls. 109-111, 2. útg., Rvík 1961. Goðasteinn 45

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.