Goðasteinn - 01.06.1974, Side 48
]nn R. Hjálmarsson:
Ferð
um
Fimmvörðuháls
Þórsmörk í Rangárþingi er án efa einn fjölsóttasti ferðamanna-
staður lands.ins og hefur svo verið um langt skcið. Þar er líka að
finna meiri fegurð, fjölbrcytni og andstæður í ríki náttúru lands
okkar en víðast annars staðar, auk þess sem staðurinn er róm-
aður fyrir einstaka veðursæld. Því fer svo mörgum, cr e<tt sinn
hafa gist Þórsmörk, að þeir leita þangað aftur og aftur, og verður
hún í hugum flestra eins konar draumaland.
En ekki var það ætlunin að fjalla um Þórsmörk sem slíka að
þessu sinni, þótt maklegt væri, heldur um lciðir í hana og þá
eina þeirra sérstaklega, sem harla torsótt er og fremur sjaldan
farin, en það er leiðin að sunnan frá Skógum um Fimmvörðu-
háls milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls og niður á Goðaland.
Þegar ferðamenn tóku að leggja leið sína í Þórsmörk á síðari
hluta 19. aldar og farið var á hestum, var það venja, að farið
var úr Fljótshlíð innanverðri og suður yfir Markarfljót og í Húsa-
dal. Fjölfar.ið var einnig frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum og þá
farið yfir Krossá í Þórsmörk. Hins vegar var það svo, eftir að
bíiferðir hófust í Mörkina, að þá var einvörðungu farið sem leið
liggur frá Stóru-Mörk inn Langanes, því að árnar á þeirri leið,
en helstar þeirra cru Jökulsá, Steinsholtsá, Hvanná og Krossá, voru
46
Goðasteinn