Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 58
sjá um slátrunina. í þessum hópi voru nokkuð margir menn, og
voru sumir á hestum. Allt gekk vel austur yfir Sand, og sást nú
til jökulsins, svo að sjá mátti, að vikurgosið var mikið minnkandi.
Strax næstu daga var hugsað um að koma sláturfé til Víkur,
ef gosið héldi áfram að rninnka, og fljótlega var lagt af stað með
fjárrekstur yfir Sandinn. Ákveðið var að fram-Tungumenn færu
með rekstur degi fyrr og norður-Tungumenn degi síðar. Gekk ó-
trúlega vel með rekstrana, þó að krókótt yrði að fara. Komist
varð á einum degi frá Flögu til Víkur, enda mjög happalegt með
veður, logn og léttskýjað. Sást nú vel til jökulsins, öskugos var
ekkert, en mikill vatnsgufustrókur upp úr gígnum.
Var nú eins og létti yfir mönnum, þegar búið var að fækka
sauðfé það mikið, að margir héldu, að hægt mundi að koma því
fram, sem eftir var haldið. Menn voru þá, eins og oftar, mis-
hyggnir með ásetning. Sumir héldu alltaf, að sandurinn mundi
fjúka til og eyðast, svo að einhvcrjir hagar kæmu. Eldri menn
og hyggnir voru ekki síður of bjartsýnir. Voru því fiestir með of
margt á heyjum. Fljótt kom í ljós, að ekki yrði neinn léttir af
jörð, askan sat sem fastast, eins og búast mátti við, þar sem ýmist
var allt harðgaddað eða snjór yfir öllu. Áður en askan seig og
var jafnfallin, sást aðeins á sefbrodda í mýrunum. Þegar hún var
fullsigin saman og rignd, mældi ég öskulagið á túninu og var
það 5 þumlunga þykkt.
Kringum mánuð af vetri fórum við til Víkur með rekstur,
sem næst 300 fjár, frá fimm bæjum: Snæbýli, Ljótarstöðum, Bú-
landi, Hvammi og Borgarfelli. Við fórum scinnipart dags fram
að Hrífunesi í góðu veðri og auðri jörð, en daginn eftir var
komin æði mikil snjókoma, og snjóaði þann dag allan, og var því
ekki viðlit að leggja á Sandinn með féð. Tókum við því það
ráð að vera um kyrrt í Hrífunesi og sjá til, hvort ekki breytti
til betra veðurs. Næsta dag var komin austan rigning og snjórinn
mikið siginn. Töldum við þá, að óhætt væri að leggja með rekstur-
inn á Sandinn. Gekk vel að koma fénu yfir Hólmsá, hún rann
svo dreift að lítið var um sund. Við vorum með fimm hesta, sem
við lestuðum og allt fór vel af stað. Auðunn Oddsson fór með
hestana á undan, og við rákum féð í brautina á eftir þeim. Þetta
56
Godasteimi