Goðasteinn - 01.06.1974, Page 70

Goðasteinn - 01.06.1974, Page 70
mánuðina, eða sem samsvaraði verði tveggja 50 kg hveitisekkja. Hvað um það. - Óskadraumur hafði ræst, og var það höfuð- atriðið. Engin upphitun var þá í sölubúðinni, og kom hún ekki fyrr en allmörgum árum síðar. Hins vegar var þá nýlega kominn kolaofn á skrifstofuna. Lýsing var heldur engin í búðinni og ekki afgreitt þar eftir að skyggja tók að haustinu og fram undir vor. Kvöldin eftir lokunartíma fóru aðallega í að skrifa ársreikninga viðskipta- manna, sem voru margir hverjir æði langir, þar sem öll úttekt var skrifuð bcint inn í höfuðbókina sjálfa. Ekki þekktist þá rit- vél né reikningsvél, allt varð að handskrifa, og blýanturinn með hjálp höfuðsins að sjá um að rétt væri reiknað. Mér er enn minnisstætt, að árið 1909, rétt fyrir áramótin mældi ég einn við kertaljós, nokkur kvöld, alla vefnaðarvöru verslunar- innar. Var ekki laust við að ég öfundaði þá hina, sem sátu inni á skrifstofunni við skriftirnar í hlýjunni. Það mun hafa verið 1910, að þáverandi faktor, Gísli Jónsson, lét setja upp Lux-ljós í búðina, sem lýsti hana allvel, þegar það var í lagi. Voru það mikil viðbrigði frá myrkrinu áður. Einingar vogar og máls voru þá aðrar en nú: Korn talið í tunn- um, skeffum og pundum, kol í skippundum og lýsipundum. Smærri vörur, svo sem krydd, skúfasilki o. fl. í lóðum og kvintum. Mælt var í álnum, kvartélum og tommum. Öll þessi fræði átti maður þá að læra í barnaskóla í hinni ágætu reikningsbók Eiríks Bríem. Brýðisverslanirnar hér á landi þóttu selja nokkuð dýrt, og sennilega hefur sá, sem kvað þessa landsfleygu vísu, ekki verið allskostar ánægður mcð viðskiptin: Brýði er nefndur beykirinn, bölvað níðið synda. Á honum skríði andskotinn og úr honum smíði tinda. Hvað sem um það mátti segja, ýmist máske satt eða logið, finnst mér ég talsvert hafa lært þann tíma, sem ég vann hér við Brýðisverslun. Hygg ég að bókhald allt hafi þar verið nákvæmara 68 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.