Goðasteinn - 01.06.1974, Page 71
og fullkomnara en þá gerðist almennt í innlendu verslununum, og
fastara form á verslunarrekstrinum yfirleitt, - bæði innanbúðar og
utan, auk þess var húsakosturinn betri en þá almennt tíðkaðist.
Allt þetta tilheyrir liðinni tíð, og nýir tímar hafa riðið í garð,
nýr hirninn og ný jörð, ef svo mætti segja, og er verslun og við-
skipti þar síst undantekning. - Búið að fleygja flestu af því gamla
í ruslakistuna. Hver veit samt, ef einhver tæki sig til og leitaði
vel í þeirri ruslakistu, nema hann fyndi þar gamlan gullpening, og
færi svo að hann fyndi hann, er alveg víst, að hvorki verðbólga
né gengisfelling hefðu rýrt gildi hans öll þau mörgu ár, sem hann
var búinn að liggja þarna óhrevfður.
ORÐSENDING TIL KAUPENDA
Kaupendur Goðasteins sjá aðeins eitt síðbúið hefti fyrir árið
1974. Valda því ýmsar orsakir og þá ekki hvað síst sú, að heldur
gerist þungt undir fæt.i með að sjá fjárhag útgáfunnar borgið.
Eldgosið í Vcstmannaeyjum hjó stórt skarð í kaupendatölu rits-
ins vegna búferlaflutninga og annarrar röskunar, er af því leiddi.
Útgáfukostnaður allur hefur og aukist til mikilla muna. Von okkar
útgefenda er þó, að ritið haldi velli til næsta árs, því vandséð
er, að aðrir gerist til að fylla skarð þess mcð sambærilegu tíma-
riti hér á Suðurlandi. Mikið aðsent efni bíður birtingar í næsta
heft.i.
Útgefendur Goðasteins þakka öllum umboðsmönnum hans og
kaupendum fyrir það brautargengi, sem þeir hafa veitt ritinu í
áskriftum, efnisöflun og ólaunuðu starfi.
Með ósk um gleðileg jól og gott komandi ár,
Jón R. Hjálmarsson
Þórður Tómasson
Goðasteinn
69