Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 74

Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 74
Þegar þeir eru nýlega lagstir fyrir, sér Magnús, að kona gengur frá bænum og stefnir til fjárhúsanna. Þekkir hann brátt, að þetta er Ingibjörg. Hefur hann orð á þessu við Andrés, og báðir furða sig á, hve snemma hún kemur, nál. 1 klst. fyrr en þeir áttu von á. Sjá þeir, að lítið muni verða um svefn, fyrst kaffið kemur svona fljótt, liggja þó kyrrir og ræðast við. Hvert sinn er Magnús lítur út um dyrnar, sér hann Ingibjörgu, sem nálgast með eðli- legum hraða gangandi manneskju, sér hann að hún er með poka bundinn á bak, og er að prjóna - cn slíkt var algengt á þeirri tíð, að konur prjónuðu á göngu kcmur hún nú alveg að dyrun- um, vefur saman prjónana og lætur á kampinn ofan við dyrnar, en víkur sér um leið til hliðar og hverfur. Allt þetta horfir Magnús á og segir Andrési frá jafnóðum og það gerist. Þegar Andrés heyrir að Ingibjörg kemur ekki inn, þýtur hann fram úr jötunni, og segir um leið: „Þarna er Ingibjörg komin með bölvaða hrekk- ina, hún ætlar að fela kaffið, og segjast svo ekkert hafa komið með, við skulum flýta okkur út og ná í það áður en hún hefur tíma til að fela það.“ Og strax hlaupa báðir út. En grípa í tómt. Þar er engin Ingibjörg og ekkert kaffi. Leita þeir í hinum fjár- húsunum og umhverfis húsin, en hvergi er nein manneskja sjá- anleg. Þykir þeim þetta sem vonlegt er all undarlegt. Það er eins og manneskjan hafi gufað upp eða jörðin gleypt hana. En svo kom Ingibjörg á þeim tíma, sem ákveðinn hafði verið, og í j^að skiptið hvarf hún ckki. Hafði Ingibjörg legið sofandi inni í bæ á þeim tíma er Magnús sá hana. Ekki virtist þessi atburður boða neitt sérstakt, og allra síst feigð Ingibjargar, sem ef til vill hefði þó helst mátt vænta, því hún komst til hárrar elli, dáin nú fyrir nokkrum árum. Að lokum vil ég segja þetta: Ég hafði mjög náin kynni af Magnúsi, allt frá því ég var á barnsaldri til dánardægurs hans, eða um nálega 40 ára skcið. Var hann maður sannorður og vand- aður í hvívetna. Ekki fór þessi frásögn margra á milli, því Magnús sagði mér sjálfur frá þessum atburði. Fullyrði ég því hiklaust að hér sé rétt með farið, hann hefur séð það, sem hér að ofan er frá greint. 6. des. 1962. 72 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.