Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 84
Valdemar konungur trúlofaði Margréti dóttur sína árið 1359,
aðeins sex ára að aldri, Hákoni Magnússyni konungi í Noregi, og
var hún síðan gift honum, er hún var tíu ára. Var hjúskapur þessi
einn liður í samningum Valdemars við þá feðga, Magnús og
Hákon, er þá ríktu í Noregi og Svíþjóð. Vildu þeir með öllum
ráðum efla völd sín og áhrif á Norðurlöndum og eygðu með
þessu möguleika á að ætt þeirra, Fólkungaættin sænska, gæti einn-
ig í fyllingu tímans komizt til valda á Norðurlöndunum þremur,
Svíþjóð, Noregi og Danmörk.
Eftir að Margrét var gift Hákoni konungi, hélt hún til Noregs
og settist að í Osló í umsjá frægrar hirðdömu frá Svíþjóð, er
bjó hana undir hið göfuga lífsstarf. Þessi fóstra hennar hét
Mærete IJlfsdóttir og var móðir hennar heilög Birgitta sjálf. Varð
Margrét fyrir sterkum trúaráhrifum frá þessari konu, er fylgdi
henni síðan alla ævi hennar. Var hún t.d. mjög tengd hinu fræga
Vadsteinaklaustri og gaf því dýrar gjafir. Á margan hátt studdi
hún kirkjuna og sýndi ætíð af sér rausn og höfðingsskap í fram-
lögum til hennar, þótt hún þætti á öðrum sviðum fremur sam-
haldssöm og aðgætin í fjármálum. En brátt kom að því, að
Margrét var talin fullgild sem drottning Hákonar konungs og
eiginkona. Bar sambúð þeirra ávöxt árið 1370, er hún fæddi
manni sínum hið eina barn þeirra, soninn Ólaf.
Þessi ungi prins var sannarlega borinn til mikilla metorða. Þegar
hann var fimm ára, andaðist afi hans, Valdemar atterdag Dana-
konungur. Margrét kom því þá í kring, að sonur hennar væri
valinn til konungs í landinu, þótt sonur eldri systur hennar, er
ríkti í Pommern, stæði raunar erfðunum nær.
Ákveðið var í samkomulagi Margrétar og danska ríkisráðsins
að hún skyldi fara með völdin í landinu í nafni sonar síns, meðan
hann væri ómyndugur. Fluttist hún þá frá Noregi til Danmerkur
og tók við landsstjórninni. Árið 1380 andaðist maður hennar,
Hákon konungur í Noregi, og erfði þá Ólafur ríki föður síns.
Komu þá Danmörk og Noregur sem og ísland, Færeyjar, Hjalt-
land og Grænland undir einn og sama konung. Var það upphafið
á aldalöngum tengslum þessara landa, er enduðu 1814 gagnvart
Noregi, en ekki að fullu fyrr en 1944 að því er Island varðaði.
82
Goðasteinn