Goðasteinn - 01.06.1974, Side 91

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 91
Þórður T ómasson: Skyggnst um bekki í bygðasafni XXV. Klyfberar Þessi þáttur fjallar um æskukunningja mína, klyfbera. Enn cr mér glögg í minni sú tíð, er ég spretti reiðingum af örþreyttum hrossum að kvöldi eftir langt dagsverk og lagði þá ásamt klyf- bcrum í röð undir húsvegg, þar sem auðtekið var til þeirra að morgni. Hvert hross átti sinn ákveðna klyfbera, sem milliferða- drengurinn þekkti mæta vel. Til öryggis hafði ég þó krotað nafnið hennar Stjörnu á einn klyfberann. Þetta rifjaðist upp fyrir mér fyrir skömmu, er ég handlék gamlan klyfbera hér í Skógum með hestsnafninu Máni á annarri klyfberafjölinni. Byggðasafnið í Skógum býr svo vel að klyfberum, að fyrir löngu ætlaði ég að hætta að auka þar nokkru við. Enn á ég þó erfitt með að hafna klyfbera, sem ég veit, að annars líður undir iok, ekki sízt ef hann ber eitthvað forvitnilegt með sér í formi eða merkingu. Ekki alls fyrir löngu kom ég að hrúgu af gömlum klyfberum, sem voru að drafna niður undir rofi í hrundu húsi. Mér rann til rifja eymd og umkomuleysi þessara gömlu þjóna bóndans. Af alúð höfðu þeir verið smíðaðir, með sóma höfðu þeir unnið búi bóndans, og með alúð hafði bóndinn gengið frá þeim í síðasta sinn, alreiddum til næstu nota, sem svo komu aldrei, því feigar hendur höfðu um fjallað, og enginn fyllti skarð gamla bóndans, enda klyfberaöld liðin til loka. Klyfberar landsins hafa þúsundum saman verið að týna töl- unni síðustu þrjá áratugi, og enginn sér eftir þeim nema einstöku safnmenn og sérvitringar. Jú, vel á minnzt, fyrir skömmu sá ég gamlan klyfbera uppi á vegg á nútíma heimili. Víst sómdi hann sér þar vel, en þó var líkt og honum leiddist í þessu umhverfi, sem var svo fjarlægt uppruna hans og tilgangi. Goðasteinn 89

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.