Goðasteinn - 01.06.1974, Side 92

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 92
* Mynd Klyfberi frá Vármadal. Klyfberi! Orðið er öllum ljóst: sá, sem ber klyf. Skyld orð eru klof og að kljúfa. Klyf merkir byrði, sem er tvískipt, klofin í tvennt. Um aldaraðir, sennilega allt frá landnámsöld, var klyfberinn í formi sínu að öllum líkindum lítt eða ekki breyttur, fullkominn gripur til sinna nota innan vissra takmarka. Hann er einn þeirra fáu íslenzkra búshluta, sem mynd er til af frá fornum tíma og verður þó raunar ekki til muna ráðið í gerð hans. Myndin er í Jónsbókarhandriti frá 16. öld (AM 345, fol.) og sýnir mann reka hest undir hvalklyfjum. Æsir eru skornar í fiykkin og þau hengd upp á klakka. Onnur mynd er fyrir hendi í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (Fyrra bindi, bls. 64-65, útg. Rvk. 1943), en sýnilega allfjarri réttu lagi eins og fleiri teikningar í þeirri bók. Klyfberinn er með tveimur burðarklökkum og mið- klakki. Um klyfbera er annars völ margra heimilda allt frá mið- öldum, en ekki skulu þær tíndar til hér. Klyfberi er saman settur af klyfberaboga, klyfberafjölum (klyf- berakinnum), og klyfberaklökkum. Fullkominn er hann aðeins með klyfberagjörðum. Tveir klakkar eru á hverjum klyfbera, en auk þeirra var oft miðklakkur, sem einkum var notaður til þess að binda eitt eða annað við í ferðum, auk þess sem hann var 90 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.