Goðasteinn - 01.06.1974, Side 98
var í Pétursey í Mýrdal klyfberi með ártali frá 18. öld. Á þessu
sviði hef ég nærtækt efni í Skógasafni og raunar hið mesta og
merkasta í einum stað hér á landi. Fyrst verða fyrir mér ártölin.
Eftir þeim get ég raðað upp a.m.k. heilum tug klyfbera: 1821,
1832, 1840, 1856, 1862, 1864, 1866,1871,1878, 1906, 1916,
1918. Fróður og góður smiður, Einar Runólfsson á Háamúla í
Fljótshlíð, sagði mér frá gamla klyfberanum í Varmadal á Rang-
árvöllum komnum á vonarvöl- Hann kom í leitir, og ártalið 18^1
leyndi engu um aldur. Klyfberafjalirnar voru öreyddar, en aðrar
gamlar komu í staðinn. Ætli hann eigi ekki í dag aldursmetið í
röð íslenzkra klyfbera?
Margir klyfberar Skógasafns eru með fagurlega skornum fanga-
mörkum fyrstu eigenda, aðrir brennimerktir. Klyfberi frá Ægis-
síðu á Holtum er með búmarki og krossmarki á boga, annar ber
búmark Einars Sighvatssonar hreppstjóra á Yztaskála undir Eyja-
fjöilum (d. 1878) og niðja hans, fuglskló. Allt ber þetta að nokkru
vitni fornum háttum manna, sem ekki gátu haldizt við bú nema
með því að eiga þar hæfilega marga vel reidda klyfbera.
Ég hef dregið hér mið af klyfberum í starfi. Hæfa mætti að
geta þess, að við viss tækifæri var klyfberi lagður öfugur á hest.
Það gerðist í flutningi skipa, sem reiðingshestar gengu fyrir. Þver-
tréð, sem skipið var hafið upp í, var fest framan við klyfbera-
bogann, og var þá hagfellara að láta þá horfa öndvert á hestun-
um. Sérstæð not klyfbera voru þau að leggja þá undir síðu stór-
gripa, er þeir voru flegnir á blóðvelli. Voru klakkar þá látnir
vísa niður.
Vel var gengið frá klyfberum undir vetur. Gjarðir voru skol-
aðar ef þörf krafði eftir leirveltu sumarsins, síðan þurrkaðar.
Brugðið var þeim upp um boga og klakka. Var klyfberunum síðan
fyrir komið í hjalli eða skemmu eða öðrum góðum geymslustað.
Hestvagnar eða heygrindur leystu klyfbera víða af hólmi
sncmma á þessari öld. Annarsstaðar var stokkið beint frá klyfja-
öld inn í vélaöld. Síðustu heybandslestirnar sáust halda til húsa
á sjötta tug þessarar aldar - ef ekki seinna. Nú hittist vart hestur,
sem kann að ganga undir klyfjum og gömlu klyfberarnir hvílast að
eilífu.
96
Goðasteinn