Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 60
Aggatussteinn er dökkgrár með gljáandi neistum. Hann kvað
mega binda við háls og láta liggja á milli brjósta á sængurkonum
í blóðfalli. Guðrún fsleifsdóttir á Kanastöðum hafði átt að gjöra
það og bráðbatna.
Ófriður á að fylgja hrafntinnu.
Ekki að brenna þar sem draugasteinn er inni.
Kljúfa skal kaffibaun og snúa sárunum um vörtur, stinga svo
bauninni í veggjarholu. Þá baunin rotnar, fer vartan.
Hnýta má gráum iobbandsenda um vörtur og stinga svo í
veggjarholu. Þegar það fúnar, fer vartan.
Kransaugnadropar ágætir við lakasótt í kúm, hundafári, hrossa-
sótt og jafnvcl bráðapest.
Lúsasalfi ágætt að bera á bólgu, ef ætlar að grafa, þá hverfur
bólgan, en iítið verður að bera af því á börn.
Súrt skvr við blóðrás.
Gefa kúm í pela andarnefjulýsi við lakasótt.
Blóðrót skorin, góð í sár. Bióðrót seydd, góð í veikar skepnur.
Ef ský er á auga, tak gall úr hvolpi, sem sýgur og dreif á
augun, það bætir þau vel. Item. Ról (— rjól) bleytt í ediki og
því riðið á skýið. Refsgall er gott á blind augu, það dreifir burtu
skýinu og skírir þau.
Langt dauðastríd
Þorleifur Nikulásson á Efrahvoli, Þorieifssonar í Dufþekju,
Nikulássonar í Bjargarkoti og Katrínar dóttur Margrétar í Garðs-
aukahjáleigu. Nikulás son Margrétar var allur scm brjósk, bein-
laus, og sigldi hann á konungsfund, var þar hafður helst til að
tclja peninga.
Margrét var svo undur lífseig. Það var hún, sem ekki gat
dáið, eftir allar ýtrustu lífgunartilraunir. Séra Sigurður á Hvoli
ráðlagði að flytja hana út í skemmu og lcggja hana til, sem gjört
var, og lagðar 3 bækur ofan á. Var hún svo framt að rnánuði, scm
heyrðist andardráttur hennar með sogi og hryglu, svo að heyrðist
hcim að Garðsauka og Miðkrika.
58
Goðasteinn