Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 28

Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 28
Alltaf var hlakkað til réttanna, allri tilbreytingu var tekið með ánægju, það var ekki svo mikið uni hana. Réttarböll voru þá enn ckki komin til sögunnar. Sláturgerð var mikil á haustin, miklu var slátrað heima og alltaf var þá sótt slátur til Víkur í Mýrdal. Slátur var mest mat- björg fólksins fram eftir hausti, kýr voru fáar og haustnytin sjaldn- ast há í skjólunum. Á búi foreldra minna voru ekki nema þrjár kýr framan af árum. Þegar kom fram yfir veturnætur, var sest að tóvinnunni. Meðan við börnin vorum svo ung, að ekkert var hægt að láta okkur gera til gagns, vorum við látin hátta fyrir kvöldmat og fengum matar- diskana okkar á rúmfjölina og lékum okkur svo að kögglum og kjálkum, er aðrir settust að vinnu. Pabbi las sögu á kvöldvökunni, cf enginn liðléttingur var fær í það. Bræður mínir gerðu það svo af og til, er aldur óx, en pabbi vann þá hrosshár eða saumaði sjóklæði. Lesturinn lífgaði vökuna, ekki síst ef sagan var veru- lega góð, og alltaf endaði hún með því að pabbi las húslesturinn í Péturshugvekjum og endaði á Faðirvorinu og allir þökkuðu fyrir lesturinn í lokin. Um leið og ég kunni að taka lykkju á prjónana, lét mamma mig sitja við rúmið sitt á skrínu og prjóna og svo kemba, þegar ég gat. Ég kembdi síðan í hendur henni, því hún var biluð í hand- legg og þoldi ekki að kemba en spann þeim mun meir og betur. Ollum var haldið vel til vinnu. Þegar jólafastan gekk inn, var skammtað hangikjöt frá árinu áður og var gott. Kjallari var undir baðstofunni, góð matargeymsla fyrir kjöt og slátur. Allir hlökkuðu til jólanna, þó undirbúningur væri þá rninni en nú gerist. Allir fcngu eitthvað nýtt í að fara, kvenfólk og börn bryddaða sauðskinnsskó og karlmenn leðurskó. Allir fengu líka nýja sokka og einhverja flík. Sá klæddi jólakött- inn, sem ekki fékk einhverja flík. Allt var fágað og þvegið eftir föngum og svo bakaðar kleinur, jólakaka og lummur. Mér fannst oft lengi að iíða aðfangadagur fram á kl. 6. Reynt var að vera áður búið að ljúka öllum verkum og allir klæddu sig í betri fötin. Jónas föðurbróðir gaf okkur börnunum nokkur smákerti, pabbi og mamma gáfu okkur saman 26 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.