Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 96

Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 96
annað, sem hann vildi ekki. Og á hverjum degi minnti hann mig á þetta sama, að hann borðaði ekki fisk eða lambakjöt, eins og að hann héldi að ég gleymdi þessu. Hann virtist njóta þess að hafa einhverja sérstöðu í hópnum. En svo sem við var að búast, þá átti sitthvað óþægilegt eftir að gerast og loks sauð alveg upp úr. Við vorum síðla dags á gististað, stórt sumarhótel í fagurri sveit. Þar voru mikil umsvif og margir gestir fyrir, þegar okkur bar að. Hótelstjórinn, dugnaðar- og myndarkona, var á þönum fram og aftur við að sjá öliu sem best borgið. Tók hún okkur af alúð og hjálpaði ég henni við að úthluta lyklum og vísa fólki til herbergja. Gekk það fljótt og vel og sat ég að því loknu í anddyri hússins um stund, leit í gömul dagblöð og beið kvöldverðar. Skyndilega heyrði ég krossbölvað á þýsku uppi í stiganum og leit upp. Sá ég þá hvar vinur minn með örið á kinninni kemur niður og fer mikinn. Stóð ég þá upp, geklc til móts við hann og spurði, hvort eitthvað væri að. Kom hann fyrst varla upp orði fyrir geðshræringu og sló óeðlilegum roða á andlitið. Svo fékk hann málið og var þá nærri óstöðvandi. Kvaðst hann ekki taka í mál að sofa í herbergiskytru þeirri, er sér hefði verið vísað til. 1 fyrsta lagi væri þar of lágt undir loft og auk þess að hluta undir súð. Einnig væri herbergið svo lítið og þröngt að hver sem svæfi þar yrði áreiðanlega að fara fram á gang til að hátta sig og klæða. Og loks væri engin handlaug í því, hvað þá heitt vatn og kalt eins og honum hefði verið lofað og hann hefði greitt fyrir áður en ferðin hófst. Væri þetta allt saman til skammar og svívirðingar og engum manni bjóðandi. Ég stóð þarna harla ráðþrota í fyrstu og hlustaði á hvernig maðurinn lét dæluna ganga í ofsareiði. Þá ætlaði ég að snúa mér til konunnar í móttökunni og biðja hana að reyna að laga þetta eitthvað og helst finna annað herbergi. En gesturinn varð þá á undan mér til hennar og hellti nú úr skálum reiði sinnar yfir vesalings hótelstýruna með hroðalegu orðbragði. Sagðist hann ekki vita, hvers hann ætti að gjalda, er hann fengi þann hundakofa, sem sér hefði verið sýndur, undir súð, vatnslaus og eltki hægt að snúa sér við. Æstist hann sífellt meir, eftir því sem hann talaði lengur og svívirti konuna með ljótum orðum fyrir ótuktarskap í 94 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.