Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 38

Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 38
brennu: „Fórst mikið góss af öllu tægi og margir dýrgripir.“ Séra Guðbrandur Jónsson í Vatnsfirði lýsir brennunni á þessa leið í annál sínum: „Brann allur bærinn á Hvoli austur og allt hvað þar var inni, þann 20. Octobris, en fólk komst út. Fórst mikið góss og gersemi, dýrgripir og skjöl, er þar inni brunnu, og jarðaskilríki. Hafði komið af uppruna þeim að vinnukona fór illa með ljós í skála.“ Þorlákur Markússon á Sjávarborg í Skagafirði lætur svo um mælt um brunann í annál sínum: „Var haldið þar mundi hafa brunnið í góssi og gripum mcð sjálfum staðnum að verðaurum til 10 hundraða hundraða." Aðrir annálahöfundar telja tjónið hafa numið meir en 9 hundruðum hundraða. Virðist því ekki of í lagt að telja það hafa numið um 90 milljónum króna að verðgildi nútíðar. Hitt verður svo ekki tölum talið hvert tjón Hvolsbrenna hefur unnið íslenskum bókmenntum og íslenskri sögu í eyðingu handrita og skjala. Katrín Erlendsdóttir hélt fram að vera Katrín ríka eftir brun- ann, fyrir því sáu jarðeignir hennar. Mikið átak hefur það verið að húsa Stórólfshvol að nýju, efna til húsbúnaðar og fata fjöl- skyldu og heimilisfólk. Ekki er að efa að vinir og vandamenn Katrínar hafa þar í einhverju hlaupið undir bagga. Jón Guð- mundsson á Ægissíðu greinir frá því í ættartölum sínum að smiður við bæjarbygginguna hafi verið Ólafur smiður sonur Guð- mundar Péturssonar á Reyni í Mýrdal, Þorleifssonar prests á Breiðabólsstað. Bjuggu niðjar Ólafs að Langagerði í Hvol- hreppi. Sú saga á að vera frá seinni árum Katrínar að sjó- maður við Landeyjasand gerði það áheit að minnast Katrínar ríku cf hann fengi flakandi lúðu á öngul sinn í fiskiróðri og færa henni ruðurnar af lúðunni. Hann veiddi mikla lúðu í róðrinum og sendi Katrínu ríku hausinn og rafabeltin af henni sem áheit. Hún tók við því með þessum orðum: „Flesta álítur nú guð gustukamenn.“ Fitjaannáll greinir þannig frá andláti Katrínar við árið 1693: Á þessu ári andaðist Katrín Erlendsdóttir á Stórólfshvoli, Ás- mundssonar, aldurs 81 árs, ein með helstu konum hér á landi upp á höfðingsskap og skörugleika ásamt útlátum við ríka og fátæka. Katrín fóstraði sonarson sinn, Þórð, son Jóns Vigfússonar Hóla- biskups og lagði við hann ástríki. Hann minntist ömmu sinnar og 36 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.