Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 89

Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 89
Heklugosið 1845 Gamla Næfurholt stóð suðvestan í öldufjallgarðinum, sem ligg- ur inn frá Bjólfelli. Alldjúpt gil var suðaustan við túnið, og var þar lækur í, sem var vatnsból frá bænum. Hálfkirkja var í Næfur- holti, en var lögð niður 1765. Árið 1845, 2. september, er Hekla byrjaði að gjósa, var bóndinn í Næfurholti, Jón Jónsson, við hey- skap niður í Rcttarnesi, lá þar frá við tjald, ásamt börnum sínum, Margréti, 15 ára og Halldóri, 16 eða 17 ára. Þegar Jón bóndi sá að Hekla var farin að gjósa, reið hann heim. Heima var af fólki kona hans, Una Halldórsdóttir, Jón sonur þeirra, 14 ára, og Guðrún dóttir þe.irra, 9 ára. Fór hann svo með fólkið og alia stórgripi niðrað Svínhaga, en hvað það dvaldi lengi þar, hef ég ekki sagnir um. Aftur flutti það heim, en alfarið flutti það frá Næfurholti 23. september. Þá var hraunið komið að svo- nefndu Mæl.ifelli, sem er á að giska þriggja kortera gangur frá Næfurholti. Var svo farið að flytja hey og allt lauslegt í burtu. Heyin voru flutt að Kaldbak og hafður fénaður þar um veturinn og önnuðust Margrét og Halldór hirðingu á honum þar. Hjónin og Jón og Guðrún voru í Selsundi um veturinn. Hús voru öll rofin í Næfurholti um haustið, þau síðustu um 22. nóvember. Var þá hraunið komið að gilinu sunnan við túnið. Rann það spölkorn lengra en getið var og tók þar svolitla sneið af túnbrekkunni, sem lá að gilinu, og á að giska 100 faðma lengra niður. Þórunnarháls var hjáleiga frá Næfurholti og var í eyði um þessar mundir. Vorið 1846 voru jarðirnar sameinaðar, og var bærinn frá Næfurholti byggður upp í Þórunarhálsi og látinn halda sínu forna nafni. Þar hefur Næfurholt staðið til þessa dags. Daginn, sem Hekla byrjaði að gjósa, fór fólkið frá Selsundi Goðasteinn 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.