Goðasteinn - 01.06.1976, Side 89

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 89
Heklugosið 1845 Gamla Næfurholt stóð suðvestan í öldufjallgarðinum, sem ligg- ur inn frá Bjólfelli. Alldjúpt gil var suðaustan við túnið, og var þar lækur í, sem var vatnsból frá bænum. Hálfkirkja var í Næfur- holti, en var lögð niður 1765. Árið 1845, 2. september, er Hekla byrjaði að gjósa, var bóndinn í Næfurholti, Jón Jónsson, við hey- skap niður í Rcttarnesi, lá þar frá við tjald, ásamt börnum sínum, Margréti, 15 ára og Halldóri, 16 eða 17 ára. Þegar Jón bóndi sá að Hekla var farin að gjósa, reið hann heim. Heima var af fólki kona hans, Una Halldórsdóttir, Jón sonur þeirra, 14 ára, og Guðrún dóttir þe.irra, 9 ára. Fór hann svo með fólkið og alia stórgripi niðrað Svínhaga, en hvað það dvaldi lengi þar, hef ég ekki sagnir um. Aftur flutti það heim, en alfarið flutti það frá Næfurholti 23. september. Þá var hraunið komið að svo- nefndu Mæl.ifelli, sem er á að giska þriggja kortera gangur frá Næfurholti. Var svo farið að flytja hey og allt lauslegt í burtu. Heyin voru flutt að Kaldbak og hafður fénaður þar um veturinn og önnuðust Margrét og Halldór hirðingu á honum þar. Hjónin og Jón og Guðrún voru í Selsundi um veturinn. Hús voru öll rofin í Næfurholti um haustið, þau síðustu um 22. nóvember. Var þá hraunið komið að gilinu sunnan við túnið. Rann það spölkorn lengra en getið var og tók þar svolitla sneið af túnbrekkunni, sem lá að gilinu, og á að giska 100 faðma lengra niður. Þórunnarháls var hjáleiga frá Næfurholti og var í eyði um þessar mundir. Vorið 1846 voru jarðirnar sameinaðar, og var bærinn frá Næfurholti byggður upp í Þórunarhálsi og látinn halda sínu forna nafni. Þar hefur Næfurholt staðið til þessa dags. Daginn, sem Hekla byrjaði að gjósa, fór fólkið frá Selsundi Goðasteinn 87

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.