Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 95

Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 95
þar sem hitaveita er í þessu ágæta sæluhúsi. En þar scm hópur- inn var stór og skálinn fremur lítill, mátti heita að hvert rúm væri skipað. Kom þá brátt upp ægilegt vandamál. Þjóðverjinn stutti og þrekvaxni, sem lítt hafði tekið þátt í gleðskap og galsa kvöldsins, hnippti nú í mig og spurði alvarlegur í bragði, hvar hann ætti að sofa. Nú, auðvitað á ioftinu hjá okkur karlmönn- unum, svaraði ég samstundis, því að ekki var í annað hús að venda. Nei, og aftur nei, svaraði hann ákveðinn. Kvaðst hann hafa borgað fyrirfram fyrir einkaherbergi með heitu og köldu vatni á öllum gististöðum og hann léti ekki troða svo á rétti sín- um, að hann tæki í mál að sofa í fjöldaflatsæng innan um hóp hrjótandi manna á hanabjálka þessum. Nú var úr vöndu að ráða. Rcyndi ég að tala um fyrir karli með ýmsu móti, cn ekkert virtist ætla að duga til að fá hann til að leggjast til svefns. Loks hugkvæmdist mér að stinga upp á því, að hann svæfi í aftasta sætinu í bílnum. R.aunar hafði bílstjóri okkar ætlað að vera þar yfir nóttina, en hann gaf það strax eftir, er ég skýrði frá vand- ræðum mínum. Benti ég Þjóðverjanum á það, að raunar mætti líta á bílinn sem einkaherbergi, þegar ekki væru þar aðrir en hann. Féllst hann á þetta eftir nokkrar vanga.veltur og var sæmilega sáttur við ástandið, þótt hvorki hefði hann heitt eða kalt vatn í þessari vistarveru. Tók hann að verða taisvert sanngjarn og þægilegur, þegar þetta var klappað og klárt, og benti mér meira að segja á það, að allir yrðu að taka nokkurt tillit til aðstæðna á háfjöllum og ekki mætti gera þar sömu kröfur og í byggð. Samþykkti ég það vitaskuld fúslega og fékk hann til að koma inn í eldhús og drekka te. Einnig fann ég handa honum nokkur auka- teppi, svo að hann svæfi betur í köldum bílnum. Næsta dag héldum við ferðinni áfram í dýrlegu veðri. Brátt lágu jöklar að baki og tók að haila norður af. Við skoðuðum það markverðasta á Norðurlandi og var ferðin hin ánægjulegasta í alla staði. Bar nú meira að segja ekkert á hinum nöldursama vini mínum um sinn, enda hafði hann ekki yfir neinu að kvarta. Við máltíðir virtist hann njóta þess alveg sérstaklega að borða kjúkling, nautasteik eða eggjaköku, meðan við hin snæddum steiktan fisk, soðinn lax, lambakjöt eða eitthvað Goðasteinn 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.