Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 11

Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 11
um var hafður í milliskyrtur og millipils. Þetta var jafnan með alla- vega litum. Einskefta var ofin í svuntudúk. Kembukassar eða lárar voru hafðir undir ull við kembingu og spuna. I baðstofunni var ofn og hvergi annarsstaðar í híbýlum manna þar í nærsveitum Þingeyjarsýslu. Þetta var í tíð Helgu og Kristjáns. Einu sinni kom upp eldur frá ofnpípunni. Höfðu þau húsbændurnir Kristján og Helga, riðið til kirkju að Hálsi með öllu vinnufólki sínu.. Eftir voru aðeins börnin. Var Þóra, síðar húsfreyja á Víði- völlum og Espihóli þá 14 ára og elst. Fór hún með yngri börnin í útihús. Stærri krakkarnir fóru á móti messufólkinu og mættu því hjá Langhóimi. Var þar saman margt kirkjufólk af bæjum í kring og tókst brátt að að slökkva, en í bænum voru þrjár sviðnaðar fjalir. Hefiíbekkurinn var í miðbaðstofunni undir glugga, rennismiðjan var hinum megin á móti og þar voru rúmin, engin á hinni hliðinni. I hjónahúsinu voru fjögur rúm og rúm voru einnig í innstu bað- stofunni. Ur bæjargöngunum var gengið inn í búr og eldhús, sem lá innar cn búrið. 1 göngunum voru tvær skellihurðir til að varna kulda. Innangengt var frá eldhúsi í taðkofann, sem var stórt hús og kall- aður eldaskemma. Búr voru tvö, stórabúr og litlabúr. I stórabúri var skyrið gert upp. Það mesta, sem Helga man eftir af súru skyri undan sumri, var 13 tunnur en vanalega minna. Skyrkeröldin voru tveggja tunnu ílát. Smjör var geymt í kistu fyrst þegar Helga man cftir. Sýrutunnur og sláturmatur var í stórabúri. Saltketið var geymt í litlabúri. Það var venja hjá Skúla og Elísabetu að leggja fjórar saltketstunnur til heimilisins. Ein átti að duga til jóla, önnur til sumardagsins fyrsta, þriðja til sláttarins og sú fjórða um sláttinn. Farið var úr eldhúsinu bakatil í hlöðuna og svo haldið áfram eftir svolitlum gangi og þaðan í fjósið. Lengra áfram var salerni og renna frá því í for þar úti fyrir, sem hellt var í skolpi öllu og hlandi. Svo var gengið úr fjósinu nokkurn veg og varð þá fyrir mjólkurskemma, þar sem mjólkin og skyrið var haft á sumrin. Mjólkin var sett í bala og tappi í. Trog sá Helga þá fyrst, er hún kom á Suðurland. í áframhaldi af mjólkurskemmunni var brunn- húsið og langur gangur á milli. Brunnurinn var 18 álna djúpur. Goðasteinn 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.