Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 34
Sigurður Björnsson, Kvískerjum:
Fróðleiksmoli frá fyrri tíð
Á öld.inni sem leið, þegar vinnufólk var nærri á hverjum bæ, þótti
því miklu skipta að á þeim væri góð matarvist. Þá var það víða
mikið vandamál að afla nægs matar handa fólkinu, og var því ekki
furða þó öll hlunnindi, sem mat gáfu af sér, væru vel nýtt. Þó mun
hafa verið sjaldgæft að hlunnindi jarða væru aukin með því að
flytja á þær veiðidýr til að auka hlunnindi. Menn munu að vísu
hafa reynt að koma upp æðarvörpum, en það var meira vegna dúns-
ins en eggjanna, þó þau væru líka mikils virði. Hitt mun fáum
kunnugt, að menn reyndu einnig að koma upp fýlavarpi á jörðum
sínum og munu sumir hafa haft árangur sem erfiði, en aðrir erfiðið
citt.
Nú má heita að fýll sé á hverri syllu í Skaftafellssýslum, en fram
á þessa öld var hann aðeins í Mýrdal og Ingólfshöfða.
Dr. Bjarni Sæmundsson telur fyrstu heimildir um fýl í Mýrdal
vera frá 1820, en í Hjörleifshöfða frá 1834, og það mun vart hafa
verið fyrr en um miðja nítjándu öld að hann kom í Ingólfshöfða.
Ekki fer milli mála að menn töldu fýlatekju góð hlu.nnindi, og þó
menn hafi varla á þeim árum hugsað sér himnaríki á sama veg
og presturinn sem kvað um það: „kláravín, feiti og mergur með,
mun þar til rétta veitt,“ er enginn vafi á að menn töldu mildnn
kost á fýlsungunum hvað fitan var mikil, því að á þeim árum vildi
hún oft verða í knappasta lagi, enda meiri þörf fyrir hana en nú
vegna starfa og aðbúnaðar, svo ekki sé fleira nefnt.
Fyrsta tilraun til að flytja fýl, sem mér er kunnugt um, mun hafa
verið gerð nálægt 1870, og var það Jón bóndi Þorláksson á Hofi
í Öræfum, sem hana gerði, en hann var fæddur 1839 og dáinn 1916.
Hann var lengi sigamaður í Ingólfshöfða. Hann sagði dóttursyni
sínum, Magnúsi Þorsteinssyni (f. 1897) frá því að hann hefði reynt
að flytja fýl í klettana (í Grasfróða) austtan við Hof, en að sú til-
raun hefði mistekist.
32
Goðasteinn