Goðasteinn - 01.06.1978, Side 15
á fiskasteininn og sendu inn skó sína til viðgerðar. Varð þá hlé á
þráðarspunanum. Algengt var að kerlingar kæmu í heimsókn og
gáfu þráðarieggi og ofin sokkabönd, sem þóttu notalegar færslur.
Ekki fóru þær gjafalausar frá garði.
Umferðamenn voru nokkrir í Þingeyjarsýslu á uppvaxtarárum
frú Helgu og nefndir ýmsum nöfnum, einn Hreggviður, annar On-
undur fróði, Nonni nokkur nefndist rauði riddari. Svarti Hans hét
einn, var í tvennum sokkum, og svo var spólurokkur. Hrúta Grímur
var alþekktur. Árni frá Múla hóf erindi s,itt um daginn og veginn
6. olctóber 1941 með því að hafa eftir orð Hrúta Gríms, er á sníkju-
ferðum sínum sagði: „Hún móðir mín bað að heilsa og bað mig
skila að þér gæfuð mér þetta og þetta.“ Frú Helga hlustaði á og
sagðist vel muna eftir Hrúta Grími, er hún var á Sigríðarstöðum.
Hún sagði að hann hefði einu sinni komið á bæ og sagt við konuna:
„Móðir mín bað að heilsa þér“ o.s.frv. Konan segir: „Er hún ekki
dáin?“ „Ja, ja,“ segiir Grímur, „svona er minnið, svona“, og kipptist
við.
Einu sinni var það um vetur í grenjandi hríð að úti stóðu á Sig-
ríðarstöðum 6 menn og voru með sleða og unglingsmaður á sleð-
anum. Hafði hann skotið sig í handlegginn, líklega á rjúpnaveiðum.
Mennirnir voru úr Norður-Þingeyjarsýslu. Þcir gistu á Sigríðarstöð-
um um nótt.ina. Leið yfir piltinn, þegar hann var borinn inn í stof-
una. Næsta morgun fóru tveir af mönnunum til Akureyrar til að
sækja Þorgrím Johnsen lækni, því pilturinn var ekki ferðafær. Kom
læknirinn á öðrum degi. Drengurinn lá á Sigríðarstöðum nokkra
daga og maður yfir honum. Síðan var farið með hann t.il Akur-
cyrar og annaðist Skúli um þann flutning, Sóttur var læknir til
Skagafjarðar til að taka handlegginn af drengnum með Akureyrar-
lækninum, en lengi dróst að Skagafjarðarlæknirinnn kæmi vegna
mikilla hríðarvcðra. Leið drengurinn mikið við þessa bið, en hann
komst til heilsu og kom aftur að Sigríðarstöðum og var fagnað þar
vel. Faðir hans skrifaði Skúla mikið vinsamlegt þakklætisbréf fyrir
hjálpina og vildi að Skúli hefði sleðann fyrir ómakið, en slíku var
Skúli óvanur, enda aldrei til þess ætlast að taka greiðslu fyrir þá
gestrisni, sem gestum og gangandi var látin í té.
Benedikt sýslumaður Sveinsson kom oft að S.igríðarstöðum og
gisti þar. Var Einar sonur hans stundum með honum. 1 fyrsta sinni
Goðasteinn
13