Goðasteinn - 01.06.1978, Page 9
Mikill og vel húsaður bær var á Sigríðarstöðum, að mestu frá tíð
Kristjáns Arngrímssonar. Þrjár stærðar burstir voru þar fram að
stétt, stofuburst, bæjardyraburst og skemmuburst. Vindhani útskor-
inn var á skemmuburstinni. Vísaði hann áttina og hjóðaði hátt í
veðrum. Steinhlaðin stétt var framan við húsin og hlað framan við
stéttina. Þar var stór hestasteinn og járnhringur í honum. Hann var
nefndur túnsteinn. Upp á hann steig kvenfólkið til að stíga í söðul.
E.inu sinni var bundinn við steininn mannýgur boli með fjórföldu
reipi en hann setti sig þá í hnút og sleit reipin. Nautið var frá
Grenjaðarstað og hafði verið í hagagöngu í Eyjafirði. Börnin áttu
fótum fjör að launa upp á viðarköst. Maður var með nautinu og
var í smiðju með Þorsteini Sæmundssyni klénsmið. Fóru þeir að
reyna að handsama nautið, sem sló Þorstein og bjó hann að meiðsli
nokkurn tíma. Bola var komið af sex mönnum til Grenjaðarstaðar
og var svo ódælt að það þvætti þeim í lækinn.
Mikil hestarétt var við skemmuna hlaðin úr stærðar grjóti og stór
grind fyrir. Þar voru hestar látnir inn ef gestir voru svo margir að
hestasteinninn hrökk ekki til að binda við hesta þeirra.
Smiðja var áföst við skemmuna, notuð allan ársins hring. Skúli
smíðaði sjálfur alla ljái og hestajárn og hjá Kristjáni föður hans
höfðu margir lært smíðar. Loft var í skemmunni. Geymdi fólkið
kistur sínar þar uppi en söðlar, hnakkar, klyfberar, reiðingar og
amboð voru niðri. Þar var einnig stór slá, sem öll reipi voru hengd á.
Stofan var blámáluð innan, með blárri hurð og hornskápur all-
stór í einu horninu, með rauðmáluðum listum á hornunum, mjög
fallega og hurðirnar fallega málaðar, mjög vönduð og fögur smíði.
1 þessum skáp var geymt vandað leirtau og annar borðbúnaður.
Silfu.rborðbúnaður var til í gamla búinu. Svo mikið var til af borð-
búnaði að hann var oft lánaður í stórveislur, t. d. að Hálsi. Klæða-
skápur var í stofunni, sem þá var óvenjulegt. Þar var einnig stórt
skatthol úr fínum viði, dökkt að lit. Það var svo stórt að ekki
þurfti að brjóta pils saman, sem voru lögð þar í skúffur. Margar
skúffur voru undir halllokinu. Skrifborð var í stofunni, einnig
kommóða, borð og stólar og gestarúm.
Bæjardvrnar voru víðar og stórar með uppgöngu á bæjardyraloft.
Fremst í þeim var fiskasteinn og var komin ofan í hann stór laut
af því að berja á honum fiskinn. Á bæjardyralofinu var komið fyrir
Godasteinn
7