Goðasteinn - 01.06.1978, Page 72
gilt, þó ég hefði verið lausgangandi. Ég hugsaði með mér: „Nú er ég
iíkt og milli tveggja elda, á ég að snúa við austur í Suðursveit?“
Það þótti mér hart, sú leið var ekki heldur torfærulaus og ég vissi
að menn áttu hey af skornum skammti og allt þurfti að spara.
Braust ég því áfram út af Nýgræðum og alla leið út á skörina úti
á Breiðárósi. Á flóði flæddi sjórinn nokkuð langt inn í ósinn. Nú
voru þarna um meters háar skarir yfir vatninu, enda háfjara. Mér
varð fyrst fyrir að taka klyfjarnar ofan af hrossunum og síðan að
kanna vatnið, bjóst við að þarna væri sökkvandi bleyta. Góða
broddstöng hafði ég meðferðis eins og siður var í ferðalögum. Ég
fann að þarna var engin bleyta og vatnið um hnédjúpt neðan við
skörina. Ekki var þungur straumur í vatninu, dáiítill undirstraumur
aðeins. Óð ég svo áfram vestur yfir ósinn, sem smátt og smátt
dýpkaði og náði mér í hendur, þegar um fjórir metrar voru eftir að
vesturskörinni, en bleyta var engin.
Nú flýtti ég mér sama veg til baka. Mér gekk vel að koma hryss-
unni út af skörinni, en Skolur spyrnti á móti og afsagði að fara niður
fyrir skörina. Varð ég þá dálítið falskur við hann, teymdi hann með-
fram skörinni eins tæpt og ég gat, stökk svo af öllum kröftum á
síðuna á honum og hrinti honum niður fyrir. Kom hann standaandi
niður. Heldur þótti mér þetta leitt, því ekki var ég mikið fyrir að
hrekkja skepnur, þó ég segi sjálfur frá. Næst var þá að setja upp
klyfin, sem voru um 100 pund eða rúmlega það. Klyfin á Toppu
voru bundin saman, en einhvern veginn tókst mér að böggla þeim
á öxlina á mér og í hnakkinn. Bréfin tók ég úr vasa mínum, lét þau
í hnakktöskuna og batt hana við klyfberabogann á Skol, því ég
vissi að hann myndi aldrei fara á kaf. Teymdi ég svo hrossin bæði
vestur yfir ósinn og gekk vel yfir vatnið og eins að koma þeim upp
á skörina vestan megin.
Mér fannst ég vera kominn heim, þegar ég kom út á fjöruna. Þar
nam ég aðeins staðar við að vinda jakkann minn og gekk þá yf.tr
með mokandi él, og þakkaði ég fyrir að hafa losnað við það meðan
ég var að baslast við að komast yfir ósinn. Nú var farið að dimma
af kvöldi. Veðrið var svo að gekk á með éljum og sígandi frost
svo fljótt síldu töglin á hrossunum. Ég varð þó ekkert var við
kulda, mér var dúnheitt.
Bleytan seig úr mér og áfram hélt ég vestur fjöruna alla leið
70
Goðasteinn