Goðasteinn - 01.06.1978, Side 72

Goðasteinn - 01.06.1978, Side 72
gilt, þó ég hefði verið lausgangandi. Ég hugsaði með mér: „Nú er ég iíkt og milli tveggja elda, á ég að snúa við austur í Suðursveit?“ Það þótti mér hart, sú leið var ekki heldur torfærulaus og ég vissi að menn áttu hey af skornum skammti og allt þurfti að spara. Braust ég því áfram út af Nýgræðum og alla leið út á skörina úti á Breiðárósi. Á flóði flæddi sjórinn nokkuð langt inn í ósinn. Nú voru þarna um meters háar skarir yfir vatninu, enda háfjara. Mér varð fyrst fyrir að taka klyfjarnar ofan af hrossunum og síðan að kanna vatnið, bjóst við að þarna væri sökkvandi bleyta. Góða broddstöng hafði ég meðferðis eins og siður var í ferðalögum. Ég fann að þarna var engin bleyta og vatnið um hnédjúpt neðan við skörina. Ekki var þungur straumur í vatninu, dáiítill undirstraumur aðeins. Óð ég svo áfram vestur yfir ósinn, sem smátt og smátt dýpkaði og náði mér í hendur, þegar um fjórir metrar voru eftir að vesturskörinni, en bleyta var engin. Nú flýtti ég mér sama veg til baka. Mér gekk vel að koma hryss- unni út af skörinni, en Skolur spyrnti á móti og afsagði að fara niður fyrir skörina. Varð ég þá dálítið falskur við hann, teymdi hann með- fram skörinni eins tæpt og ég gat, stökk svo af öllum kröftum á síðuna á honum og hrinti honum niður fyrir. Kom hann standaandi niður. Heldur þótti mér þetta leitt, því ekki var ég mikið fyrir að hrekkja skepnur, þó ég segi sjálfur frá. Næst var þá að setja upp klyfin, sem voru um 100 pund eða rúmlega það. Klyfin á Toppu voru bundin saman, en einhvern veginn tókst mér að böggla þeim á öxlina á mér og í hnakkinn. Bréfin tók ég úr vasa mínum, lét þau í hnakktöskuna og batt hana við klyfberabogann á Skol, því ég vissi að hann myndi aldrei fara á kaf. Teymdi ég svo hrossin bæði vestur yfir ósinn og gekk vel yfir vatnið og eins að koma þeim upp á skörina vestan megin. Mér fannst ég vera kominn heim, þegar ég kom út á fjöruna. Þar nam ég aðeins staðar við að vinda jakkann minn og gekk þá yf.tr með mokandi él, og þakkaði ég fyrir að hafa losnað við það meðan ég var að baslast við að komast yfir ósinn. Nú var farið að dimma af kvöldi. Veðrið var svo að gekk á með éljum og sígandi frost svo fljótt síldu töglin á hrossunum. Ég varð þó ekkert var við kulda, mér var dúnheitt. Bleytan seig úr mér og áfram hélt ég vestur fjöruna alla leið 70 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.