Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 81
ast. Eitthvað mun hún hafa fokið eftir ísnum og höfðu pilsin svarf-
ast um höfuð henni.
Bóndi minntist orða Sigríðar frá kvöldinu áður, og dró þá ályktun
af, að hún hefði vitað þegar hún lagði á ísinn hvernig fara mundi,
og gat því ekki forsvarað við prest sinn að hún hefði kristilega
afgengið, og fékk hún því ekki kirkjuieg. En eftir þetta varð bóndi
þunglyndur og taldi Sigríði ásækja sig, enda sáu skyggnir menn
hana með niðjum hans fram að þessari öld.
Ekki er þess getið í sögum að Sigríður hafi verið mikið fyrir söng
meðan hún var vinnukona, en eitt sinn vildi það til, all löngu eftir
miðja síðustu öld að tvær stúlkur heyrðu heldur ámáttleg hljóð,
en ekki greindu þær orð. Með þeim var faðir þeirra, sem var skyggn
og kvað hann þetta söng Skuplu, mundi ekki langt að bíða gesta-
komu og reyndist það rétt.
Öneitanlega virðist þessi saga sennilegri en hin, en báðar eru
þær þjóðsögur og er e.t.v. líklegast að báðar hafi orðið tii á ofan-
verðum dögum Skuplu, vegna þess að mönnum hafi þótt ófært
að svo aðsópsmikiil draugur ætti ekki verðugt upphaf.
En mjög hefur Skupla verið orðin samansigin á sínum efstu
dögum, ef ég man það rétt að Stefán Benediktsson segði mér að sér
hefði virst hún vera á stærð við hrafn, en hann kvaðst ekki hafa
séð hana greinilega, enda ekki orðið fullbjart þegar hann sá hana.
Kvískerjum, 1. febrúar 1978.
Goðasteinn
79