Goðasteinn - 01.06.1978, Side 58

Goðasteinn - 01.06.1978, Side 58
að allt það göfugasta og besta í landinu væri nú samankomið undir sínu þaki, nema hinn góði vinur hans, Banquo, væri enn ókominn. Samt kvaðst hann vona að fremur þyrfti að ávíta hann fyrir van- rækslu en að hryggjast yfir því að eitthvað hefði komið fyrir hann. I þeirri andrá sem hann mælti þessi orð, gekk svipur Banquos, þess er hann hafði látið myrða, inn í salinn og fékk sér sæti á stól við veisluborðið, þar sem Macbeth hafði verið í þann veginn að setjast. Þótt Macbeth væri hugdjarfur maður og treysti sér jafnvel til að standa óttalaus frammi fyrir sjálfum djöflinum, þá náfölnaði hann við þessa skelfilegu sýn og stóð sem lamaður og starði á drauginn. Kona hans og gestirnir, sem ekkert sáu óvenjulegt, tóku eftir því að hann horfði fast á auðan stólinn að því er þeim virtist og töidu víst að eitthvað hefði komið yfir hann, er gerði hann svo utan við sig. Drotnningin ávítaði hann í hljóði og hvíslaði að honum að þetta væri sama ímyndunarveilcin og þegar hann þóttist sjá rýting í loftinu um nóttina, sem hann myrti Duncan konung. En Macbeth hélt áfram að horfa á vofuna og gaf engan gaum að orðum þeirra. Síðan tók hann að ávarpa drauginn með sundurlausum orðum, en þó svo augljóslega að drottningin óttaðist að hið skelfilega leyndar- mál kynni að komast upp, svo að hún sendi gestina brott í miklum flýti og afsakaði það með lasleika konungs, sem hann ætti vanda til. Þessar voðalegu ofskynjanir komu oft yfir Macbeth og þungir draumar þjökuðu bæði hjónin, en samt var það ekki morðið á Banquo, sem olli þe.im mestum sálarkvölum, heldur það, að Fleance skyldi komast undan, en þau litu á hann sem ættföður nýrrar kon- ungsættar í landinu og þar með mundu afkomendur þeirra verða útilokaðir frá hásætinu. Sakir þessara ömurlegu hugrenninga fundu þau engan frið og Macbeth ákvað þá að leita e.inu sinni enn á fund nornanna og fá að vita allan sannleikann, hversu beiskur sem hann kynni að verða. Hann hitti á þær í helli einum á heiðum uppi og þar sem þær vissu af hyggjuviti sínu að von væri á honum, voru þær önnum kafnar við að undirbúa hinn hræðilega seið, sem þær beittu til að særa upp anda úr undirheimum og láta þá segja fyrir um ókomna atburði. H.ið hryllilega innhald í galdrabruggi nornanna var sett saman úr froski, leðurblöku og höggormi, ferfætluauga og hundstungu, eðlu- 56 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.