Goðasteinn - 01.06.1978, Page 73
vestur undir Öldós austast á Kvíármýri. Þaðan fékk ég hálfvondan
veg heim að Hnappavöllum, þó ekki hálft á við það, sem var á
Breiðamerkursandi. Ég kom við hjá bræðrunum í Hjáleigunni og
þeir vildu endilega að ég gisti hjá þeim. Nei, ekki vildi ég það,
nú var ekki nema um hálftíma leið heim, en ég tók upp bréfin og
skilaði bréfum, sem ég hafði verið beðinn fyrir. Liðið var á kvöld
þegar ég kom að Hnappavöllum en ekki fann ég mikið til þreytu.
Ekki er allt búið enn, ekki er öll sagan sögð. Ég hélt áfram heim
og gekk allt vel. Ari Hálfdánarson kom eins og hann var vanur og
spjallaði við mig og spurði mig frétta. Þá kemur pósturinn að sunn-
an um kvöldið. Ari heitinn segir honum frá ferð minni og hve
seinfarið væri yfir Breiðamerkursand, eina ráðið væri að fylgja fjör-
unni og sæta fjöru yfir Breiðárós. Pósturinn var Gísli Jónsson
frændi minn, þá hjá Stefáni Þorvaldssyni pósti á Kálfafelli, mesti
dugnaðarmaður, röskur og duglegur í öllu. Hann biður mig að
koma með sér. Við urðum að fara klukkan tvö um nóttina til að
sæta fjöru. „En hross.in tími ég ekki að fara með,“ segi ég, ,,ég fer
heldur gangandi. „Það er allt í lagi,“ segir hann, ,,ég get skilið eftir
tvö koffortin og látið póstinn í poka, sem má reiða í hnakkanum.“
Það verður svo úr að ég fer með honum og skil ekki við hann fyrr
en austan við Breiðárósinn og svo fer hann brautina, sem var greini-
leg, því ekkert hafði hvesst, og það var guðslukkan. Kom ég svo
um fjósgjafirnar að morgni út að Mýri.
Mér er þessi ferð minnisstæð af því ég var einn, en með öðrum
fór ég fleiri áþckkar ferðir.
Goðasteinn
71