Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 17

Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 17
Ljósavatns koma, sem hann fékk með konunni. Arnfríður var dóttir Sigurðar á Ljósavatni, besta kona. María var önnur dóttir hans. Var hún gift Haraldi Þorlákssyni frá Stóru-Tjörnum. Fóru þau til Ameríku. Helga minnist þess, hve fagurt var slörið, sem brúðurin bar. Veislan var hin besta. Var hún í stofunni á Stóru-Tjörnum og fór í öllu vel fram. Arnfríður var fyrir veislunni. í góða veðrinu skemmti fólkið sér úti og inni. Voru ýmsir karlmenn góðglaðir. Þær systur, Guðrún og Helga, báru perlufesti (talnaband) og handstúkur með perlum. Hafði Indriði dannebrogsmaður á Víðivöllum gefið þeim perlufestarnar, er hann kom úr siglingu, en hann fór utan til lækn- inga. Var mjög feitur svo hann varð að ríða í söðli. Hann var fyrri maður Þóru föðursystur Helgu, síðar húsfreyju á Espihóli. í veislunni voru foreldrar Guðmundar Finnbogasonar doktors. Bjuggu þau á Vatnsstapa. Man Helga eftir Guðrúnu móður Guð- mundar og líklega hefir Finnbogi verið þar líka. Guðrún móðir Guðmundar var systir Bjargar konu Jóns í Nesi. Hann var fátækur maður og malaði allt korn fyrir Sigríðarstaðaheimilið. Guðmundur var í veislunni með móður sinni og bræður hans, að Helgu minnir. Var Guðmundur mjög ungur. Voru þau Guðrún systir hennar og Guðmundur eitthvað að leika sér. Greip Mundi í festi Guðrúnar og sleit hana og hrundu perlurnar ofan í grasið í túninu. Var mikið leitað og fundust eigi nær allar perlurnar. Helga minnist þess að blindur maður á Stóru-Tjörnum kvað þessa vísu í brúðkaupsveislunni: Tíminn líður stund af stund, styttir ævidaginn. Gott er að hafa glaða lund, þó gangi ei allt í haginn. Gömul kona, Kristveig Isleifsdótcir, hafði lengi verið á Sigríðar- stöðum. Hún var greind vel, kenndi börnunum kverið o. fl. og lét þau lesa. Að kvöldi fór hún eitt sinn í fjósið til að mjólka kl. 8. Sat þá allt fólkið í baðstofunni við vinnu sína, kringum ljósið. Kristveig sagði um leið og hún fór ofan: Goðasteinn 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.