Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 17
Ljósavatns koma, sem hann fékk með konunni. Arnfríður var dóttir
Sigurðar á Ljósavatni, besta kona. María var önnur dóttir hans.
Var hún gift Haraldi Þorlákssyni frá Stóru-Tjörnum. Fóru þau til
Ameríku.
Helga minnist þess, hve fagurt var slörið, sem brúðurin bar.
Veislan var hin besta. Var hún í stofunni á Stóru-Tjörnum og fór
í öllu vel fram. Arnfríður var fyrir veislunni. í góða veðrinu skemmti
fólkið sér úti og inni. Voru ýmsir karlmenn góðglaðir. Þær systur,
Guðrún og Helga, báru perlufesti (talnaband) og handstúkur með
perlum. Hafði Indriði dannebrogsmaður á Víðivöllum gefið þeim
perlufestarnar, er hann kom úr siglingu, en hann fór utan til lækn-
inga. Var mjög feitur svo hann varð að ríða í söðli. Hann var fyrri
maður Þóru föðursystur Helgu, síðar húsfreyju á Espihóli.
í veislunni voru foreldrar Guðmundar Finnbogasonar doktors.
Bjuggu þau á Vatnsstapa. Man Helga eftir Guðrúnu móður Guð-
mundar og líklega hefir Finnbogi verið þar líka. Guðrún móðir
Guðmundar var systir Bjargar konu Jóns í Nesi. Hann var fátækur
maður og malaði allt korn fyrir Sigríðarstaðaheimilið. Guðmundur
var í veislunni með móður sinni og bræður hans, að Helgu minnir.
Var Guðmundur mjög ungur. Voru þau Guðrún systir hennar og
Guðmundur eitthvað að leika sér. Greip Mundi í festi Guðrúnar
og sleit hana og hrundu perlurnar ofan í grasið í túninu. Var mikið
leitað og fundust eigi nær allar perlurnar.
Helga minnist þess að blindur maður á Stóru-Tjörnum kvað
þessa vísu í brúðkaupsveislunni:
Tíminn líður stund af stund,
styttir ævidaginn.
Gott er að hafa glaða lund,
þó gangi ei allt í haginn.
Gömul kona, Kristveig Isleifsdótcir, hafði lengi verið á Sigríðar-
stöðum. Hún var greind vel, kenndi börnunum kverið o. fl. og lét
þau lesa. Að kvöldi fór hún eitt sinn í fjósið til að mjólka kl. 8.
Sat þá allt fólkið í baðstofunni við vinnu sína, kringum ljósið.
Kristveig sagði um leið og hún fór ofan:
Goðasteinn
15