Goðasteinn - 01.06.1978, Side 71

Goðasteinn - 01.06.1978, Side 71
kom að Hólmi til föðurbróður míns, Gísla hreppstjóra, og stansaði þar. Hélt svo áfram austur að Þinganesi, því Jón bróðir minn var þá vinnumaður þar hjá Gunnari Jónssyni. Þar gisti ég og var vel fagnað. Jón fór með mér út á Höfn um morguninn. Dagurinn var stu.ttur og viðstaðan varð það löng á Höfn að farið var að skyggja, þegar ég kom upp að Árnanesi. Þar skildi Jón við mig. Ég var með burð á hrossunum báðum og gekk því eins og alvana- legt var, enda létu menn sig ekki muna um að hafa byrði á bakinu líka. Mcrg sendibréf hafði ég meðferðis heim því ýmsir vildu nota ferðina. Nú lá leiðin vestur yfir Fljótin og fór ég þar með varúð, því sjóísinn er alltaf varasamur. Stefnu tók ég beint á Stóraból. Dimmt var í lofti og héklc yfir með snjó, en alltaf sá ég grilla í Rauðabergsfjaliið og hélt því stefnunni. Ég hitti Haildór á Bóli, sem var kátur og skemmtilegur maður. Vildi hann að ég gisti en ég vildi komast lengra, allajafna að Hólmi, sagðist þó vera ókunn- ugur le.iðinni og spurði um hættur, sem varast þyrfti. Halldór bauðst þá til að ganga með mér á veg og gerði það. í Hólmi átti ég góða næturhvíld. Hélt svo áfram um morguninn út í Suðursveit og fór færðin þá að þyngjast. Hjá Vagnsstöðum gekk Skarphéðinn frændi minn í veg fyrir mig og vildi fyrir hvern mun að ég kæmi heim og gisti þar næstu nótt, en hugurinn stefndi áfram og ég hélt viðstöðulaust áfram út að Reynivöllum til gistingar. Þor- steinn sagðist vita að það væri kominn mikill snjór á sandinn. Já, ég sagðist trúa því en hélt þó aldrei að það væri eins vont og það reyndist vera. Að áliðinni nóttu fór Elín að hita kaffi og bera mat á borð, og klukkan sex fór ég af stað. Þorsteinn fylgdi mér út í Hrollaugshóla og segir við mig að skiln- aði: ,,Ég held það sé best fyrir þig, þegar þú kemur út á sandinn að stefna beint út á merki og fara vestur fjöruna og þá aftur uppúr, þegar þér þykir það henta.“ Ég taldi þetta alveg henta hjá honum og fór eftir því. Merkið, sem Þorsteinn miðaði við, var sett upp á fjörunni milli jarða. Þegar kom að öldunni vestan við Jökulsá, var þar geysimikill skafl í grafningi eftir ána. Skarð var þarna upp undir jöklinum, sem ég fór um og fæ þann versta meðburð þar niður, alveg umbrota- ófærð og allt á kafi. Lítið betra tók við, þegar kom út á Nýgræður, þar var klofsnjór og ekki að tala um að komast áfram. Hefði einu Goðaste'mn 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.