Goðasteinn - 01.06.1978, Side 37
Björg
frá
Ásólfsskála
Mér var jafn tamt að kalla hana Björg frá Ásólfsskála og Björg frá
Brúnum. Báðir staðirnir voru henni kærir. Nú er hún horfin úr
hópnum og ritinu okkar ber að minnast hennar með nokkrum orð-
um, svo mörgu góðu vék hún því í ljóðum og lausu máli. Hún var
fædd i Hallgeirseyjarhjáleigu í Landeyjum 1. júlí 1896, dóttir Jóns
Guðnasonar bónda og formanns og konu hans Elínar Magnúsdóttur
frá Strandarhöfði, sem síðar bjuggu lengi í Hallgeirsey við góðan
orðstír. Jón var í fremstu bænda röð, verkhagur og vitmaður við
sjó, lengi sandaformaður með mikilli gæfu, kona hans að sama skapi
vel verki farin og mikilhæf húsfreyja. Man ég hana svipmikla, tígu-
lega, í hárri elli heima í Hallgeirsey, þar sem hún átti gott skjól
hjá Guðjóni syni sínum og konu hans, Guðrúnu Gunnarsdóttur.
Björg hét Júlíana Bjcrg fullu nafni. Gott veganesti hlaut hún úr
heimahúsum. Sjálf bar hún jafnan frábært vitni menningu æsku-
heimilis og menningu æskusveitar. Hún giftist 1922 Sigurði Yigfús-
syni bónda og kennara á Brúnum undir Eyjafjöllum, sem í mínum
huga var jafnt mannprýði og hugsjónamaður, sjálfmenntaður að
mestu en í fararbroddi í félagsmálum, tónmennt og almennri fræðslu
heimab}'ggðar. Heimilið á Brúnum var þá líkt og í þjóðbraut. Menn-
ingu þess má sjá í bókahilium Skógaskóla, þar sem eru bækur Vig-
fúsar Bergsteinssonar, föður Sigurðar og mörg önnur vitni um það
munu haidast til komandi tíða.
Goðasteinn
35