Goðasteinn - 01.06.1978, Side 49
því í sameiningu kallast feður sprengihreyfilsins og raunar bílsins
og verða að deila með sér heiðrinum af þessari gagnmerku upp-
finningu.
Hvor um sig stofnuðu þeir Daimler og Benz verksmiðjur, þar
sem þeir framleiddu bíla mcð góðum árangri og urðu leiðandi í
þcssari grein. Bílar þeirra urðu brátt kunnir um víða veröld fyrir
styrk, hraða og mjög vandaða vinnu. Löngu síðar, eða 1924, runnu
þessi fyrirtæki saman í eitt undir nafninu Daimler-Benz hluta-
félag, með aðalstöðvum í Stuttgart og helzt sú skipan enn þann
dag í dag.
En þótt bensínbílar væru komnir til sögunnar í stað gufubílanna
gömlu, þá var enn fyrir hendi vandamálið með hastan og harðan
gang þeirra á misjöfnum vegum. Þá var það sem hjólbarðinn var
fundinn upp og með honum var vandinn leystur. Það var skoskur
dýralæknir, John Boyd Dunlop, sem starfaði í Belfast á írlandi, er
gerði þessa merku uppgötvun árið 1888, þegar hann bjó til loft-
fyllta gúmmíhringi á reiðhjólið sitt, svo að það yrði þýðara á hörð-
urn og ójöfnum vegum. Dunlop seldi þó brátt uppfinningu sína og
það var franskur maður, Michelin að nafni, sem endurbætti hjólbarð-
ann og byrjaði að nota hann á bíla.
Bílaframleiðslan hófst upp úr þessu í ýmsum löndum og þótti
mikið til þessa nýja farartækis koma. Ekki verður þar með sagt
að bílar yrðu almenningseign þegar í stað, því að þeir voru afar
stórir og dýrir framan af, svo að það var ekki á fær.i nema auðugra
manna að eignast þá.
Bandaríkjamenn hófu snemma bílaframleiðslu og náðu brátt yfir-
höndinni á því sviði, bæði hvað varðar framleiðslumagn og bíla-
notkun, og hafa haldið þessari forystu æ síðan. Henry Ford varð
einn frægasti brautryðjandi í þessari grein. Hann var vélaverkfræð-
ingur og stjórnaði rafstöðvum um skeið, en frístundum sínum varði
hann í tilraunir með bílasmíði og hafði lokið við fyrsta bíílinn sinn
árið 1892. Laust fyrir aldamótin hóf hann störf í bílaverksmiðju í
Detroit jafnframt því sem hann fékkst við bílasmíði hjá sjálfum sér.
Árið 1903 gat hann sér frægðarorð fyrir tvo kappakstursbíla, sem
hann smíðaði, og þóttu skara fram úr öllum öðrum. Hagnaðist hann
vel á þessum bílum og stofnaði sama ár eigin bílaverksmiðju. Árið
Goðasteinn
47