Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 12

Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 12
Vinda var yf.tr honum og vatnið híft þar upp í brunnfötunni. Vatnið var borið í fjósið í kvarteli með járnhöldum. Inni í tröðinni í fjós- inu var gríðarstór járnpottur. Voru kýrnar leystar og látnar ganga að pottinum til að drekka. Oftast voru um fimm mjólkandi kýr og ær í kvíum um hundrað. Heyhlaðan við fjósið var mjög stór og aftur úr henni var hey, sem nefnt var tos. Heygarður var enginn, þá sá Helga ekki fyrr en hún kom á Suðurland. Hesthús var uppi á túni. Fjárhúsin voru um allt tún, ærhús og lambhús. Þar var einnig geitakofi rétt við túngarðinn. Beitarhúsin voru langt frá bænum á sléttri grund fyrir neðan skóginn. Hiöður voru inn af hverju fjárhúsi og svo tos ef hey komust ekki í hlöður. Voru húsin kölluð hnepphús og ærhús, hvert við hliðina á öðru og alltaf gefið í hneppum á garðana, aldrei borið í hripum nema handa kúnum og á hesthús. Stekkhús var á beitarhúsunum. Þegar stíað var, var mjólkað á beitarhúsunum. Kvíarnar voru torfkvíar í hlíðinni rétt ofan við túnið. Sauða- maður fór á beitarhúsin snemma á morgnana og stóð yfir fénu, þegar þurfti. Oft kom hann heim með rjúpnakippu að kvöldi. Einn maður passaði ærnar, annar sauðina og sá þriðji lömbin. Svo sagði gömul kona á Varðgjjá í Eyjafirði að húsbyggingarnar á Sigríðarstöðum í tíð Kristjáns Arngrímssonar bæru svo af öðrum byggingum þar um sveitir eins og húsin á Akureyri bæru af hús- byggingum í sveitum yfirleitt. Túnið var allt girt með grjótgarði að ofan og vestan en ekki að framan, fram í mýrina. Vel um búið hlið var á túngarðinum við heimreiðina. Sá var siður og viðhafði Skúli Kristjánsson hann alla búskapartíð stna að í hvert sinn, er farið var til kirkju, oftast ríðandi, þá tóku karlmenn ofan höfuðföt sín, er þeir riðu úr hlaði, bændu sig og lásu bæn í hljóði berhöfðaðir. Höfuðfötin settu þeir upp er þeir komu að hliðinu, er lokaði veginum frá hlaðinu út af bænum. Riðið var fót fyrir fót að hliðinu en síðan látið spretta úr spori. Heyjað var í mýrinni framan við túnið. Segir Helga að hjá föður hennar hafi unnið 11 eða 14 menn í tvo daga undir forystu Sæ- mundar búfræðings við að hlaða garð til áveitu og við skurðgröft í mýrinni. Var það með fyrstu áveituframkvæmdum. Skúli var 10 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.