Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 21
Á SLÓÐ FRUMMANNSINS
19
Ristumynd af mammúti, sem fannst
niður með lndigirkaá.
Sungirfljóts, geymdu einnig
einstæðar minjar. Þær eru minnst 25
þúsund ára gamlar. Fornleifa-
fræðingar, sem unnu undir stjórn
prófessors Bader grófu upp forna
bústaði, tugi þúsunda af menningar-
legum munum, bein úr
mammútum, hjörtum, villihestum,
hellaljónum, bisonuxum og fleiri
dýrum, og auk heldur gröf tveggja
barna, mjög auðuga af gripum.
Vísindamenn eru sammála um, að
þetta sé einstæð steinaldargröf. Fjöldi
mammútbeinperla einna saman er
yfrr þúsund. Þær voru saumaðar á föt
barnanna. Saummunstrið hefur
haldið sér. I fyrsta sinn tókst
vísindamönnunum að gera sér
hugmyndir um steinaldarföt. Þau
líktust fötum nútímaþjóða í
heimskautahéruðunum.
,,Það, hve gröfin varðveittist vel, er
því að þakka,” segir prófessor Bader,
,,að hún geymdist í sífrerajörð meðan
ísöldin stóð yfir. Eftir að gripirnir
fundust voru þeir varðveittir með
aðferð, sem dr. A. Zubov fann upp,
en hann lagði til, að gert yrði mót af
þeim í efni, sem tannlæknar nota.
Árangurinn var nákvæm eftirlíking af
gripunum.”
Vandlega unnir og nákvæmir
útreikningar mannfræðinga hafa gert
það kleift að draga upp mynd af útliti
þessa fólks, sem uppi var fyrir 25
þúsund árum. Sungirfundirnir hafa
breytt verulega hugmyndum vísinda-
manna um heim allan um útlit og
lifnaðarhætti steinaldarmanna.