Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 70
til skjótra aðgerða: hætti að smakka
ost eða bjúgu og jafnvel dósamatinn
iíka. Þóttist ekki vilja þetta, enda
þótt slefan ætlaði út úr báðum kjaft-
vikum. Þóttist langa í bein. Þegar
húsmóðirin svo fór að sjóða kjúkl-
inga, setti ég á svið þvílíka hundakæti
að þau táruðust meir að segja. En mér
er ef satt skal segja ekkert um
hænsnabein gefið, hundum er ekki
ráðlagt að neyta þeirra, það er hægt
að kæfa sig á þeim. En ég át þetta
samt þrátt fyrir áhættuna, til þess að
þau héldu áfram að hafa kjúklinga á
borðum. Síðan viðhafði ég samskonar
leikaraskap í sambandi við súpur,
hafragraut og jafnvel súrsað kál, sem
ég, í hreinskilni sagt, þoli sko alls
ekki. Þannig tókst mér að venja þau,
án þess að þau tækju eftir því, á að
borða heima og saman.
En þar með var nú ekki öllu basli
lokið.
Á kvöldin þutu þau hvert í sína
áttina. Húsbóndinn sat fram á nótt
yfir peningaspili hjá kunningja
sínum, húsmóðirin fór til nágrann-
anna að segja kjaftasögur, strákurinn
spangólaði úti í görðum og stelpan
sem er í háskólanum, þaut á þessi
endalausu skemmtikvöld. Hjörðin
tvístraðist fyrir augunum á mér. Þá
tók ég að gera mér upp ægilega
taugaveiklun alltaf þegar eitthvert
þeirra ætlaði út. Ég gelti og ýlfraði,
kastaði mér á hurðina og glefsaði í
fötin þeirra. Þau klökknuðu:
„Öskaplegar áhyggjur hefur þú af
okkur” sögðu þau — og voru kyrr