Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 27
ÉG ÞEKKI ÞAD SEM ER STÓRKOSTLEGT ÞEGAR ÉG SÉ ÞAÐ
25
æfa sig undir í fimm mánuði. Þú
verður þar. ’ ’
Eg fekk mann fyrir mig í golfíð.
Nú hófst innri barátta mín. Ekki
vegna golfsins, heldur vegna þess að
hún fallega, ljóshærða, ellefu ára
gamla dóttir mín átti að koma fram
opinberlegal Hún hafði verið að læra
á flautu. Eitt kvöldið einhvern tíma á
dögunum spurði hún hvort okkur
langaði ekki að heyra hana spila. Ég
sat spenntur eins og aðrir í fjölskyld-
unni. Hún lyfti flautunni upp að
vörunum — og flúði svo út úr
stofunni. Sviðsskrekkurinn bar hana
ofurliði.
Og nú átti hún að koma fram á
skemmtun, fyrir hóp af ókunnugu
fólki!
„Hvernig gastu leyft henni
þetta?” spurði ég mömmu hennar.
,,Hvað nú, efhúnfærsviðsskrekk?”
,,Hún dansar ágætlega,” svaraði
mamma hnnar.
,,Dansar?" sagði ég, dálítið hátt.
, ,Hvað — hún spilar á flautu! ’ ’
,,Hún er hætt við flautuna,” var
svarið. ,,Nú dansarhún.”
Þegar kvöldið nálgaðist, jókst kvíði
minn. Ég ákvað að róa hana fallegu,
ljóshærðu, ellefu ára dóttur mína.
„Ertu nokkuð taugaóstyrk, elskan?”
„Vegnahvers?” spurðihún.
„Nú — skemmtunin er á næsta
leyti og mér datt í hug ...”
„Þarf að láta sér detta eitthvað I
hug? Ég kem fram í nokkrum
atriðum og búið. Ekkert stórkost-
legt.”
„Hún er stríðmontin,” sagði ég
við mömmu hennar. „Hún hefur
aldrei á ævinni staðið frammi fyrir
áhorfendum, og svo segir hún að það
sé ekkert stórkostlegt. ’ ’
„Þá er það sjálfsagt ekkert
stórkostlegt,” svaraði mamma
hennar og brosti.
„Bíddu þangað til hún stendur
andspænis heilum hafsjó af
andlitum,” sagði ég, og röddin skalf
lítið eitt. „Þá skulum við sjá hvort
það er ekki stórkostlegt.
ÉG SAT VIÐ HLIÐINA á konunni
minni í háríðasal skólans. Umhverfís
okkur voru afkomendur okkar. Ég
þagði þunglega og virti skarann fyrir
mér. Áður en langt um liði myndi
allt þetta fólk stara á dóttur mína.
Sumir kynnu jafnvel að flissa.
Helvítis pakkiðl Ég valdi mér nokkra
gemlulega gaura til að jafna um,
þegar færi að hitna í kolunum.
Svo slokknaði í salnum. Einhvers-
staðar á bak við sviðið gall við lúðra-
blástur úr plöturspilara. Tjaldið var
dregið frá. Plötuspilarinn þagnaði.
Að tjaldabaki hrópaði konurödd, „ó,
guð minn!” Tjaldið var dregið fyrir.
Einn afkomenda minna flissaði.
„Alltí spaði,” sagðihann.
Nú kom nýr lúðrablástur úr plötu-
spilaranum og tjaldið var dregið frá
aftur. Á að giska 12 ára strákur brölti
upp á sviðið í konunglegum skrúða,
með kórónu og gríðarlega langan
slóða sem sópaði gólfíð á eftir
honum, minnst sex metra langur, svo