Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 64

Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 64
62 ÚRVAL áður en Isaac Asimov tók fullorðins- tennurnar; Mamma hélc að Asimov væri rússneskur fiðluleikari. Pabbi heldur upp á kúrekasöngva, marsa og þjóðsönginn; mömmu líkar söngur Perry Comos, Dean Martins og Elvis Presleys. Samræður þeirra voru heldur aldrei á sömu bylgjulengd. Pabbi, sem var nýbúin að lesa fimmtu bókina um Bermundaþríhyrninginn sagði: ,,Það er ekki svo að ég trúi þessu öllu, en ég vildi óska að einhver kæmist að hvað veldur þessum hvörfum öllum saman, áður en ég hrekk upp af.” Mamma sem var á fjórum fótum frammi í eldhúsi, svaraði. „Talaðu um hvörf. Ég var hérna með þrædda nál og setti hana á borðið. Svo sneri ég mér við og hún hvarf. „Heilar flugvélar fullhlaðnar fólki ættu ekki að hverfa sporlaust,” hélt pabbi áfram. ,,Ekki heldur saumnálar,” ansaði mamma. Þegar um var að ræða eitthvað sem mig langaði til voru þau heldur ekki sammála. Þegar ég sagði pabba að mig langaði í hund sýndi hann mér ljósmynd af hvolpi sem hann átti sem strákur. Þegar ég bar sömu ósk upp við mömmu, sagði hún mér sögu af yndislegri vinkonu sinni, sem hafði fengið óþekktan sjúkdóma af hundi — eitthvað sem var örlítið skárra en til dæmis snákabit. Dytti pabba í hug að fara í dýragarðinn varð mamma fyrst að gera sínar rannsóknir. Það gat tekið nokkrar vikur. Hún þurfti að hringjaí dýragarðinn og spyrja starfsfólkið þar spjörunum úr, svo það lét sér helst detta í hug að hún ætlaði að kaupa staðinn. Svo hafði hún samband við lögregluna, dýralækni og dagblöðin til að vita hvort eitthvað misjafnt væri á seyði í dýragarðinum. Ef ekkert reyndist að, varferðin ákveðin. Útbúnaðurinn fyrir ferðina var eins og undirbúningur að innrásinni í Normandí. Við höfðum sólgleraugu með, ef það skyldi verða sól, srígvél, ef það skyldi snjóa, höfuðföt ef það yrði vindur, regnhJífar ef rigndi. Þegar ég hlustaði á hana gefa mér, pabba og afa og ömmu skipanir út og suður, fannst mér ótrúlegt að hún skyldi ekki hafa flautu hangandi um hálsinn, engan hjálm, ekki einu sinni minnisbók. Það var tónn í röddinni og glampi í augunum, sem gerði að verkum að við hlýddum samstundis. Ég er viss um að ef forsetinn sjálfur hefði komið inn í því, hefði hann hlýtt eins og við. Vandamál mömmu fóru ekki framhjá neinum á heimilinu. Hvort sem um var að ræða pottablóm sem ekki dafnaði, slitna skóreim eða týndan lykil, vakti það álfka upphrópanir og aðrir myndu nota til að tilkynna jarðskjálfta eða flóð. En þegar við áttum von á gestum nýttist skipulagsgáfa hennar best. Hún gerði hreint. Raðaði húsgögnunum upp á nýjan máta. Hún endurnýjaði birgðir heimilisins allt frá sódavatni upp í tvær tegundir af olívum. Hún ríndi saman fötin okkar, sagði okkur hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.