Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 3
1
37. ár
Úrval
Nýr árgangur Úrvals er kominn á kreik. Við óskum lesendum okkar gleðilegs
árs og þökkum liðið.
Síðasta ár verður vonandi talið þáttaskilaár í útkomusögu Úrvals, sem árið
sem Úrval fór að koma út á réttum tíma. Síðan breytingin var gerð hefur tekist
að haldaí horfinu og við leggjum metnað okkarl, að svo verði áfram.
Sumir hafa það fyrir reglu að gera fyrirheit um áramót. Ekki höfum við neitt
þess háttarí huga. Hins vegar erí þessu hefti birt niðurstaða lesendakönnunar-
innar okkar frá I fyrra, og glöggir lesendur munu ef til vill reka augun í nokkra
efnisbreytingu — eða kannski væri réttara að segja efnisviðbót — I þessu hefti.
Sú viðbót á ætt að rekja til lesendakönnunarinnar.
I þessu fyrsta hefti ársins 1979 hefjum við nefnilega birtingu ,,sögu fyrir
börn á öllum aldri.” Nokkuð bar á því í athugasemdum, sem fylgdu
lesendakönnuninni, að nokkuð þætti vanta fyrir börnin. Og þar sem við
höfum I pokahorninu nokkrar barnasögur, sem við teljum hæfa öllum,
munum við halda því áfram út þetta ár að minnsta kosti, að hafa I sérhverju
hefti eina sögu af þessum flokki. I annan stað má svo benda á sýnishorn af
skopskyni dagblaðanna, sem við hugsum okkur líka að halda úti þetta árið.
En hvað um það — við vonum að efnið mæli með sér sjálft, og óskum
lesendunum góðrar skemmtunar.
L ANOf 3 Ói: A3.AF N
3 5 21 0 1
iSLASOS
Kápumyndin:
Ef til vill eru áhöld um, hvort Ijósaskreytingar eru fremur fyrir jól en áramót.
Að minnsta kosti standa þær víðast fram á eða yfir þrettánda, og geta oft sett
fallegan blæ á umhverfí sitt. Myndina tókjón Karl Snorrason 1 Hafnarfirði.