Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 65
MAMMA HEFUR SÍÐASTA ORÐIÐ
63
ætti að segja og hvað ætti ekki að
segja og hvernig við ættum að brosa á
meðan. Þegar svo gestirnir komu leit
hún þerytulega út og þeir stungu
upp á því að hún ætti að lyfta sér
meira upp.
Heimspeki mömmu var einskonar
forlagatrú. Þegar pabbi missti
vinnuna í blikkverksmiðjunni, sagði
hún honum að þannig hefði það
oröið að verða, hún hefði í langan
tíma óttast að hann yrði fyrir slysi í
vinnunni eða að einhver af stóru
hundum forstjórans réðust á hann.
Stundum þegar pabbi furðar sig á því
hvernig hún viti að hlutirnir verði að
verða, segir hún. „Manstu ekki elsku
Ray, að einu sinni sagðirðu mér að
þig hefði langað til að verða basaball
leikari?” Pabbi kinkar kolli. Hann
man það. ,Jæja, þannig gat það nú
samt ekki orðið. Ef þú hefðir orðið
það hefðirðu farið úr bænum og
aldrei hitt mig.” Mamma lítur niður
og bíður eftir fullum skilningi elsku
Rays á forlagatrúnni.
Þar sem mamma átti 47 frænkur
hafði hún óvenjustóran reynslubrunn
til að ausa af eftir þörfum.
Harmleikir, gleði, þjáningar,
vonbrigði — hvaðeina sem hent gat
mannlega veru, — hafði þegar komið
fyrir einhverja frænku hennar og
mamma lét hvorki mig eða pabba
gleyma því eina einustu mínútu.
Rúlluskautar? Tólf af frænkunum
höfðu reynt þá með kvalafullri
reynslu. Stefnumót við ókunnugan?
ísabella frænka hennar hafði . . .en
mamma sagði mér ekkert um það fyrr
en ég varð eldri. Öfrávíkjanlega voru
það frænkurnar og mamma sem
höfðu síðasta orðið.
Þegar ég eltist langaði mig svona
eins og einu sinni að reyna eitthvað
skelfilegra en mamma og frænkurnar
hennar 47. En það var sama fyrir
hvaða áföllum ég varð, mamma
kunni sögur um heitrof, og á móti
hverju tári sem ég felldi höfðu
frænkurnar og mamma fórnað
heilum hafsjó tára. Fram á daginn í
dag hefur mamma ekki leyft mér að
vorkenna sjálfri mér í svo sem fimm
mínútur. Eg hringi í hana og segi.
,,Mér líður ekki vel, þurrkarinn bilaði
aftur.”
,,Oh,” segir mamma. ,,Eg komst að
því í daga að maðurinn sem ég hef
verið gift í 31 ár fer á bak við mig.”
Þannig var mál með vexti að kassa-
stúlkan á stórmarkaðinum hafði gefið
pabba aukainnkaupapoka og veifað
honum. Eg eyddi hálftíma t að
sannfæra mömmu að þetta hefði alls
enga þýðingu haft, og að pabbi væri
eins ástfangin af henni og á
brúðkaupsdaginn þeirra. Að lokum
samsinnir hún mér og segir: „Hvar
væri ég stödd án þln?”
En þegar ég legg símann á man ég
ekki hvert vandamál mitt var. Það
rennur upp fyrir mér hve langt
mamma í rauninni gengur til að
hughreysta okkur cg hversvegna.
Stundum tekur það þrjátíu ár að
skilja hvert mæðurnar eru að fara.
★