Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 81
79
AÐAUKA GLEÐIKYNMAKA IHJÓNABANDINU
fallið í þá gildru að telja sér trú um að
hún skilji viðbrögð mannsins síns og
þurfi ekki að kanna líkama hans
frekar — þurfi ekki að leita að því
fíngerða og blæbrigðunum í svömn
þess sem hún aðhefst. En raunin er
sú, að hold karlsins og taugakerfi em
jafn fíngerð og sýna jafn margbreyti-
lega viðbrögð og hennar. Það er
óendanlegur breytileiki og endalaus
blæbrigði í því, sem kona getur gert
við líkama karls. Þegar annar hvor
makanna telur, að nú verði ekkert
frekar lært, er unaður kynmakanna
kominn á hættuslóðir.
Einn meginþáttur trúnaðar er blíða
og nærfærni. Öll erum við viðkvæm,
óviss, auðvelt að særa okkur. Fá
mannleg samskipti — og afar fá
hjónabönd — batna ekki verulega,
þegar umhyggja og nærfærni eru sett
í fyrirrúm. Fágaðir elskendur vita, að
hvort heldur er í svefnherberginu eða
annars staðar er blíða ótrúlega
hvetjandi. Koss aftan á hálsinn,
snerting fingra eða snögg stroka yfir
brjóst — svona lítil atvik, full af blíðu
og ást, veita miklu voldugri erótísk
áhrif en flmleikar og íþróttir kynlífs-
bóka, sem gengið er til án blíðu. Ef
nærfærni einkennir ekki hvaðeina
sem fram fer í hjónarúminu, er
líklegt að að kynmökin verði bæði
fátíð og ófullnægjandi.
Elskendur stofna til kynmaka
undantekningalítið með mjög óvissa
trú á eigin gem og fúllir efasemda um
að öðmm ged þótt þeir aðalaðandi.
Makarnir verða að öðlast sannfæringu
um að þeir megi taka áhættu, og
viðbragða maka, sem sýnir svo
augljósa girnd að hún kveiki girnd á
móti. Trúnaður og tryggð geta því
alveg eins þýtt að helga sig því að gera
ómótstæðilegan elskanda úr
makanum. Ef konan er sannfærð um
að það séu ekki ,,þarfir” hans heldur
kynhrif hennar sjálfrar, sem vekur
girnd mannsins, verður hún áhuga-
verður bólfélagi, og hjónabandið
verður tilbreytingarríkt og gleðilegt.
Það er skynjun hvors um sig á
kynhrifum maka síns, sem gerir þeim
kleift að vera kynæsandi.
Hin trygga kona veit, að maðurinn
hennar verður klunnalegur og
vanhæfur, nema hún komi honum t
skilning um að hún komist ekki hjá
því að ,,bráðna” í návist hans, að
hún þarfnist hans af innsta hjartans
grunni, að hann sé ,,góður í rúmi.”
Þá og aðeins þá hefur hann sjálfs-
traust til að vera sá karlmaður sem
hann getur verið, og aðeins þá getur
hann veitt henni fullan unað. I
kynmökum er arður hvers og eins í
beinu hlutfalli við framlag hans.
Það er nauðsynlegt til þess að skapa
sér ómótstæðilegan elskanda að vita
að hverju maður á að leita. Hvort um
sig verður að velja að ,,sjá” það sem
er aðlaðandi og örvandi, og læra að
útiloka það sem enn er klunnalegt og
þarfnast fágunar. Mað því að velja sér
skilning og temja sér viðbrögð getur
elskandinn hjálpað maka sínum að
verða það sem hann getur orðið. Það
liggur í augum uppi, að ef maður kýs