Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 67
SÍÐASTA EYDSLUKLÓIN
65
Hann fékk sér jarðarber í eftirrétt
þrjú kvöld í röð, og á þssu ári hefur
hann keypt sér tvenna skó! ’ ’
En Percival er ekki á því að fara að
herða beltið. Hann sagði í viðtali við
blaðið: „Kenning mín um peninga
er þessí: ,,Ef þú átt þá, skaltu eyða
þeim.”
Percival hefur nýskeið keypt hús
með tveimur svefnherbergjum. Þetta
er tveggja hæða múrsteinshús á
ekrufjórðungi í Washington D.C., og
er talið að það hafí kostað hann fimm
milljónir dollara. Fasteignin, sem eitt
sinn var eign járnbrautarvarðar af
Penn Central járnbrautinni er með
tveimur klósettum, öðru á efri hæð
en hinu niðri í kjallara. Þar er einnig
borðstofa.
,,Er það satt, að þú sért að kaupa
fernra dyra Toyotu?” spurði ég hann.
,,Það kann að vera. Mig hefur
langað að eiga bil allt síðan ég var
strákur, og það getur verið að ég selji
verðbréfin, sem amma mln arfleiddi
mig að, ef ég fæ öllum formsatriðum
fullnægt. Enginn sagði neitt, þegar
Rockefellerarnir keyptu sér Volks-
wagen í fyrra fyrir tvær milljónir, en
þegar það fréttist að ég hafi boðið í
Toyotu er það forsíðufrétt! ”
Percival er einnig frægur fyrir þær
dýru gjafir, sem hann gefur konum
þeim er hann sýnir sig með í
borginni. Nýverið keypti hann
hálsfesti hjá J. C. Penney fyrir 800
þúsund dollara, og í síðasta mánuði
gaf hann frægri fyrirsætu púðurdós
alsetta gimsteinaeftirlíkingum, sem
hann keypti hjá Montgomery Ward
fyrir 600 þúsund dollara.
Síðasta spurningin, sem ég lagði
fyrir Percival áður en honum var ekið
inn á einkastofuna var þessi:
„Percival, það er svo að sjá sem þú
hafir gert allt sem hugurinn girnist.
Þú hefur borðað tébeinssteik, þú átt
tveggja svefnherbergja hús og þú ert
jafnvel að kaupa þér bíl. Er nokkuð
ógert?”
Hann hugsaði sig aðeins um og
svaraði svo: ,,Mig hefur raunar alltaf
langað að eignast kassa af kálhausum
frá Kaliforníu, en svo ríkur er ég víst
ekki.” ★
,,Mig langar að segja ykkur sögur af því hvejack Benny gat verið
veglyndur,” skrifar háðfúglinn George Bums. „Eitt sinn fengum við
Edgar Bergen, Jack Benny og ég okkur í glas inni á bar. Þegar við
höfðum lokið við drykkinn sagðijack: ,,Eg sé um reikninginn.” Á
leiðinni út sagði ég: ,Jack það var almennilegt af þér að borga fyrir
alla.”
,,Ég bað ekkium það,” sagðijack. „Ogþetta erí síðasta sinn sem
ég fer og fæ mér glas með búktalara. ’ ’