Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 87
HUNDURINN GÓÐI
85
Jógi var þriðji hundurinn, sem
deildin fékk. Hann var grannvaxinn,
breiðhausaður og skæreygður, og hafði
áður hlotið nokkra þjálfun sem byssu-
hundur. Hann var líka kátur, leik-
mikill og gat helst aldrei kyrr verið.
Þegar Jógi hafði verið mánuð í
lögreglunni, var hann fenginn nýjum
umsjónarmanni í hendur, Douglas
Shearn, sem frá árinu 1957 hafði
stjórnað og þjálfað hunda í
venjulegum eftirlitsstörfum lögregl-
unnar. Það var fallegur vordagur,
þegar þeir Jógi og Shearn hittust í
fyrsta sinn í hundaþjálfunarstöðinni í
Keston. Jógi dinglaði skottinu þegar í
stað af mesta ákafa, en Shearn svaraði
með því að klappa honum duglega,
og þar með var vinátta þeirra
innsigluð.
Til þess að hundur dugi til
lögreglustarfa þarf hann að geta hlýtt
skipunum og fellt hæfíleika sinn til
að snuðra að þessum skipunum. I
Bretlandi er reyndin sú, að aðeins
einn af hverjum þrjátíu hundum,
sem byrjað er að þjálfa, dugar. Þeir,
sem duga, verða að vera kjarkgóðir án
þess að vera árásargjarnir, tortryggnir
en ekki taugaóstyrkir, rólegir en ekki
sljóir, námfúsir og lífsglaðir. Þeir
verða líka að treysta stjórnanda sínum
í blindni. Jógi og Shearn bættu hvor
annan upp: Shearn þolinmóður og
skilningsríkur, Jógi ákafúr, skyn-
samur og áfram um að vera húsbónda
sínum til geðs.
Hundar eru minngur, en geta ekki
haldið sig við efnið lengi í einu. Þeir
sem þjálfa þá verða þess vegna að
hafa hverja „kennslustund” mjög
stutta, en endurtaka kennsluna hvað
eftir annað. Þeir verða að byggja á
örfun, viðbrögðum og styrkingu.
Fyrirskipunin er örvun. Það sem
hundurinn gerir er viðbragðið.
Styrkingin er fólgin í því að verðlauna
hundinn fyrir rétt viðbrögð — með
því að klappa honum eða klóra bak
við eyrun, svo dæmi sé tekið. Smám
saman renna þessi þrjú stig saman,
þar til örvunin leiðir hin tvö af sér
ósjálfrátt.
Fyrsta þjálfunardaginn var Jógi
látinn snasa af hlutum sem önguðu af
maríjúana. Seinna, þegar hann hafði
upgötvað að Shearn kjassaði hann í
hvert sinn, sem hann fann eitthvað
með þessari lykt, var farið að fela
hlutina þar sem erfiðara var að fínna
þá. Eftir þrjá mánuði gat Jógi fundið
hvert snifsi af þessum efnum, hvort
sem þau voru grafín í jörðu, falin í
lokaðri niðursuðudós eða jafnvel í
dósí vatni.
Nú var mál til komið að Shearn og
Jógi færu að spreyta sig. Lögreglan
hafði grun um, að ákveðin búla í
Soho — miðstöð klámbúða, nektar-
klúbba, hóruhúsa og ómerkilegra
spilahúsa í London — væri birgðastöð
fíkniefnaviðskipta, en hafði aldrei
getað fundið þar óleyfilegan varning.
Nú var ákveðið að gera þar ærlega
rannsókn, og tiltekið kvöld þustu þeir
félagar út úr lögreglubíl inn í dauf-
lýsta búluna, sem þefjaði af reykelsis-
eim. Eitt atriði í þjálfun Jóga hafði