Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 34
32 ÚRVAL
t
Haft er fyrir satt, að langvinsœlasti rithöfundurinn á
Bretlandi um þessar mundir sé James Herriot, sá sem
dýralceknasögurnar eru eftir. Þess erþvíliklega að vænta,
að sögur af dýralækningum gerist nú tíðari. Hér kemur
ein þess háttar:
FÍLLINN GERÐA
OG
ÓÞÆGA EPLBÐ
— David Taylor —
vtíifévK'ÍKyií EGAR ég var strákur að
, ,,_______
*
*
*
leika mér á ökrum og
heiðum Lancashire á
Englandi fékk ég ódrep-
:■ an(J| áhuga á öllu því
sem flaug, synti eða skreið. Þar var
enginn hörgull á skepnum í vanda
stöddum. Heimavinnan gleymdist,
þegar ég reyndi að hjálpa veikri á með
grasalyfjum úr lyfjaskápnum heima,
eða gerði við gat á skjaldbökuskel
með gúmmíbót úr reiðhjóladótinu
mínu. En eftir því sem árin liðu,
laðaðist ég meira og meira að umönn-
un framandi tegunda, viltu og
stundum sjaldgæfu dýranna.
Nú hef ég sem dýralæknir sérhæft
mig í þess konar lækningum, einkum
í hringleikahúsum og dýragörðum. I
þetta skipti, sem ég ætla nú að segja
frá, hafði komið hjálparbeiðni frá
sírkus í Great Yarmouth á vind-
blásinni austurströndinni.
Sjúklingurinn var fíll, sem grunaður
var um að hafa gin- og klaufaveiki.
Ég hafði aldrei séð þvílíkt tilfelli og
aðeins heyrt um fáein, grunsamleg
— Stytt úr Is There a Doctor in the Zoo? —