Úrval - 01.01.1979, Blaðsíða 125
HELJARTAK
123
„súperbíll Mark II” eins og hátt
hásæti. Litla barnið horfði upp til
hans.
,,Má ég fara núna?”
,,Hoppaðu upp í.”
Terry mjakaði sér úr hjólastólnum
upp á lyftusætið, festi á sig öryggis-
beitið og lyfti sætinu um meter yfir
jörð. Hazei setti körfu við hliðina á
honum. ,Jæja, þá,” sagði hún.
„Farðu og tíndu mér brómber.”
Terry fikraði hreifann að stjórn-
stönginni og þrýsti öxlinni að
axlapúðanum. Farartækið snerist
hljóðlaust um 90 gráður. Terry sást
ekki bak við sætisbakið.
,,Bless á meðan,” hrópaði hann,
og tækið lagði af stað. Leonard
.stífnaði lítið eitt meðan hann horfði á
það renna áreynslulaust upp brattan
kant. Svo þeysti það yfir gróðurinn,
út yfir engið, og skildi eftir sig för í
votu grasinu.
Terry var einn og þeysti yfír opið
land. Hann var hershöfðingi í jeppa,
krossfari á fáki sínum, skriðdreka-
foringi í eyðimörkinni. Hann var
venjulegur drengur, sem hentist yfir
óslétt engið þangað sem röð af
ójöfnum berjarunnum með
þroskuðum brómberjum teygði sig
meðfram því. Hann tók að syngja
með hárri, hreinni sópranrödd. Hann
var að fara að tína ber, og hann gat
gert það eins auðveldlega og nokkur
skólafélaga hans. Betur! Hann snerti
stjórntækin og lyfti sætinu upp í 1,2
metra. Hann sveiflaði „bllnum”
með fram runnunum og valdi sér
berin, teygði grannar, langar og
brúnar tærnar eftir þeim.
Hazel og Leonard stóðu við
bústaðinn og héldust í hendur. Þau
heyrðu hann syngja langt í burtu.
Eftir klukkustund kom hann aftur.
lítili brosleitur snáði, og hrópaði til
þeirra yfir engið. Hann stýrði farar-
tækinu sínu auðveldlega yfír þýfið og
haliana og upp á flötina við
bústaðinn. Skærbrúnt augað var fullt
af gáska, og um munninn voru rauðir
flekkir.
„Terry, hvar eru brómberin, sem
þú áttir að tína handa mér? ”
Terry reyndi að setja upp alvöru-
svip, en í sömu andrá braust
hláturinn fram úr honum í gusum.
Hann hermdi eftir lúðrablæstri og
sagði svo, með skelfilega amerískum
hreim, hermdi eftir útvarpsþul:
„Lögreglan leitar nú að Terrence
Wiles í sambandi við nýframið rán.
Wiles, sem er ellefu ára er 54
sentimetrar á hæð, handalaus og
fótalaus, og sást síðast aka grænum
„súperbíl Mark II” á engi í
Brampton. Hann er talinn hættuleg-
ur, og vitað er að hann hefur nýlega
étið tvö kíló af brómberjum?”
Leiðin til frelsisin
12 ára að aldri varð Terry auðugur.
Eftir ellefu ára málaþras og heiftar-
legar deilur, mikil blaðaskrif og
baráttu, bæði eftir borgaralegum
leiðum og innan þjóðþingsins, ákvað
hinn breski framleiðandi